Saklaust fórnarlamb drykkjuláta Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2005 00:01 Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun