Ekki hátæknisjúkrahús! 2. ágúst 2005 00:01 Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar