Ekki hátæknisjúkrahús! 2. ágúst 2005 00:01 Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun