Umskipti í Berlín? Auðunn Arnórsson skrifar 22. júlí 2005 00:01 Eftir að Gerhard Schröder kanzlari lét þingmenn eigin flokks sitja hjá er atkvæði voru greidd um traustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina þann 1. júlí síðastliðinn hafði forseti Sambandslýðveldisins 21 dags frest til að staðfesta þingrof og þar með að kosningum skyldi flýtt um heilt ár. Þennan frest nýtti forsetinn, Horst Köhler, til fulls, en hann tilkynnti fyrst í sjónvarpsávarpi á fimmtudagskvöld um þá niðurstöðu sína að það væri affarasælast fyrir þjóðina að efna til kosninga nú. Með því að gefa sér svo góðan tíma til að staðfesta það sem fyrir lá að væri vilji bæði þings og ríkisstjórnar var forsetinn að gefa til kynna að sér þætti þeir hafa nokkuð til síns máls, sem ekki vildu fallast á að svona væri farið að við að flýta kosningum, þar sem hæpið væri að aðferðin samræmdist stjórnarskránni. Aðferðinni hefur þó tvisvar áður verið beitt í sögu Sambandslýðveldisins, fyrst árið 1972 er Willy Brandt var kanzlari, og árið 1983 við upphaf fjögurra kjörtímabila valdatíðar Helmuts Kohl. Frumkvæðið að þessari atburðarás nú átti Schröder kanzlari sjálfur. Strax að kvöldi 22. maí síðastliðins, er ljóst var að Jafnaðarmannaflokkur kanzlarans hefði beðið afhroð í fylkisþingkosningum í fjölmennasta þýzka sambandslandinu Nordrhein-Westfalen (þar sem flokkurinn hafði haldið um stjórnartaumana óslitið í 39 ár), lýsti Schröder því yfir að sambandsríkisstjórnin þyrfti að sækja nýtt umboð til kjósenda til að geta með trúverðugum hætti haldið áfram að hrinda efnahags- og kerfisumbótaáformum sínum í framkvæmd. Þessi yfirlýsing kanzlarans kom mörgum samherjum hans á óvart og reyndar eru tveir þingmenn úr stjórnarliðinu svo óánægðir með að kosningum sé flýtt með þessum hætti að þeir hafa vísað málinu til stjórnlagadómstólsins í Karlsruhe, sem þar með þarf að úrskurða um lögmæti þess. En stjórnmálarefurinn Schröder mat það greinilega svo, að hann skapaði sjálfum sér betri vígstöðu með þessu útspili. Ef "rauð-græna" samsteypustjórnin tapaði meirihlutanum í kosningunum, þá væri það þó skárri leið út úr stjórnmálunum en að leiða hálflamaða og óvinsæla ríkisstjórn í eitt ár til viðbótar og tapa síðan kosningum með enn meira niðurlægjandi hætti. Auk þess má vera að Schröder hafi þrátt fyrir allt ekki gefið upp á bátinn vonina um að sér tækist, þvert á spár, að snúa almenningsálitinu aftur á sveif með sér tímanlega fyrir kjördag í haust. En hefði ákvörðunin um að flýta kosningum aðeins snúizt um hagsmuni Schröders og pólitíska refskák, þá hefði Köhler forseti ekki haft nægjanleg rök fyrir því að fallast á beiðni kanzlarans um að rjúfa þing áður en lögbundnu kjörtímabili þess lyki. Það sjónarmið, að tillagan um traust á ríkisstjórnina sem var felld í atkvæðagreiðslu í þinginu 1. júlí hafi verið sjónarspil sett á svið af stjórnarliðinu, hefur ótvírætt vægi og skýrir hikið á forsetanum að samþykkja þingrofið. En Köhler forseti gat verið viss um að ákvörðun hans nú samræmdist hagsmunum meirihlutans á þingi og þýzkra kjósenda einnig. Schröder-stjórninni hefur hrapallega mistekizt að uppfylla aðalkosningaloforð sitt, nefnilega að minnka atvinnuleysið í landinu. Það hefur aldrei verið meira og mælist nú yfir ellefu prósentum að jafnaði yfir allt landið en er yfir 20% í austurhlutanum. Nokkuð ljóst er að fáir kjósendur trúa því enn að stjórninni takist að ná árangri á þessu sviði úr þessu, eftir sjö ár við stjórnvölinn. Stjórnin er rúin trausti. Í nýjustu skoðanakönnunum hafa kristilegu flokkarnir, með kanzlaraefnið Angelu Merkel í broddi fylkingar, sautján prósentustiga forskot á jafnaðarmenn. Í nýrri könnun viðskiptatímaritsins Capital kemur fram að 68% stjórnenda í þýzkum fyrirtækjum vill frekar sjá Merkel í kanzlarastólnum en Schröder. Schröder vilja aðeins 27% aðspurðra, en það er sama hlutfall og Jafnaðarmannaflokkurinn hefur mælzt með að undanförnu. Merkel og hennar lið kynnti kosningastefnuskrá sína í liðinni viku. Sú blanda fyrirheita um umbætur sem geri þýzku efnahagslífi kleift að hrista af sér slyðruorðið og fyrirheita um velferðarkerfisumbætur sem þó viðhaldi áunnum réttindum er hönnuð til að höfða til mjög breiðs kjósendahóps. Það þýðir jafnframt að erfitt er að spá fyrir um hvort ríkisstjórn undir forystu Merkel muni nýta þann meðbyr sem hún nýtur og trausta meirihluta í báðum þingdeildum til að hrinda í raun í framkvæmd aðgerðum sem eru nógu róttækar til að vera vænlegar til að skila árangri í bráð. Hvort Merkel, "stúlkan að austan" eins og mentor hennar Kohl kallaði hana, hafi það sem til þarf - svipað og Margaret Thatcher á sínum tíma í Bretlandi - til að rífa Þýzkaland upp úr sleninu á eftir að koma í ljós. Auðunn Arnórsson - audunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Í brennidepli Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Eftir að Gerhard Schröder kanzlari lét þingmenn eigin flokks sitja hjá er atkvæði voru greidd um traustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina þann 1. júlí síðastliðinn hafði forseti Sambandslýðveldisins 21 dags frest til að staðfesta þingrof og þar með að kosningum skyldi flýtt um heilt ár. Þennan frest nýtti forsetinn, Horst Köhler, til fulls, en hann tilkynnti fyrst í sjónvarpsávarpi á fimmtudagskvöld um þá niðurstöðu sína að það væri affarasælast fyrir þjóðina að efna til kosninga nú. Með því að gefa sér svo góðan tíma til að staðfesta það sem fyrir lá að væri vilji bæði þings og ríkisstjórnar var forsetinn að gefa til kynna að sér þætti þeir hafa nokkuð til síns máls, sem ekki vildu fallast á að svona væri farið að við að flýta kosningum, þar sem hæpið væri að aðferðin samræmdist stjórnarskránni. Aðferðinni hefur þó tvisvar áður verið beitt í sögu Sambandslýðveldisins, fyrst árið 1972 er Willy Brandt var kanzlari, og árið 1983 við upphaf fjögurra kjörtímabila valdatíðar Helmuts Kohl. Frumkvæðið að þessari atburðarás nú átti Schröder kanzlari sjálfur. Strax að kvöldi 22. maí síðastliðins, er ljóst var að Jafnaðarmannaflokkur kanzlarans hefði beðið afhroð í fylkisþingkosningum í fjölmennasta þýzka sambandslandinu Nordrhein-Westfalen (þar sem flokkurinn hafði haldið um stjórnartaumana óslitið í 39 ár), lýsti Schröder því yfir að sambandsríkisstjórnin þyrfti að sækja nýtt umboð til kjósenda til að geta með trúverðugum hætti haldið áfram að hrinda efnahags- og kerfisumbótaáformum sínum í framkvæmd. Þessi yfirlýsing kanzlarans kom mörgum samherjum hans á óvart og reyndar eru tveir þingmenn úr stjórnarliðinu svo óánægðir með að kosningum sé flýtt með þessum hætti að þeir hafa vísað málinu til stjórnlagadómstólsins í Karlsruhe, sem þar með þarf að úrskurða um lögmæti þess. En stjórnmálarefurinn Schröder mat það greinilega svo, að hann skapaði sjálfum sér betri vígstöðu með þessu útspili. Ef "rauð-græna" samsteypustjórnin tapaði meirihlutanum í kosningunum, þá væri það þó skárri leið út úr stjórnmálunum en að leiða hálflamaða og óvinsæla ríkisstjórn í eitt ár til viðbótar og tapa síðan kosningum með enn meira niðurlægjandi hætti. Auk þess má vera að Schröder hafi þrátt fyrir allt ekki gefið upp á bátinn vonina um að sér tækist, þvert á spár, að snúa almenningsálitinu aftur á sveif með sér tímanlega fyrir kjördag í haust. En hefði ákvörðunin um að flýta kosningum aðeins snúizt um hagsmuni Schröders og pólitíska refskák, þá hefði Köhler forseti ekki haft nægjanleg rök fyrir því að fallast á beiðni kanzlarans um að rjúfa þing áður en lögbundnu kjörtímabili þess lyki. Það sjónarmið, að tillagan um traust á ríkisstjórnina sem var felld í atkvæðagreiðslu í þinginu 1. júlí hafi verið sjónarspil sett á svið af stjórnarliðinu, hefur ótvírætt vægi og skýrir hikið á forsetanum að samþykkja þingrofið. En Köhler forseti gat verið viss um að ákvörðun hans nú samræmdist hagsmunum meirihlutans á þingi og þýzkra kjósenda einnig. Schröder-stjórninni hefur hrapallega mistekizt að uppfylla aðalkosningaloforð sitt, nefnilega að minnka atvinnuleysið í landinu. Það hefur aldrei verið meira og mælist nú yfir ellefu prósentum að jafnaði yfir allt landið en er yfir 20% í austurhlutanum. Nokkuð ljóst er að fáir kjósendur trúa því enn að stjórninni takist að ná árangri á þessu sviði úr þessu, eftir sjö ár við stjórnvölinn. Stjórnin er rúin trausti. Í nýjustu skoðanakönnunum hafa kristilegu flokkarnir, með kanzlaraefnið Angelu Merkel í broddi fylkingar, sautján prósentustiga forskot á jafnaðarmenn. Í nýrri könnun viðskiptatímaritsins Capital kemur fram að 68% stjórnenda í þýzkum fyrirtækjum vill frekar sjá Merkel í kanzlarastólnum en Schröder. Schröder vilja aðeins 27% aðspurðra, en það er sama hlutfall og Jafnaðarmannaflokkurinn hefur mælzt með að undanförnu. Merkel og hennar lið kynnti kosningastefnuskrá sína í liðinni viku. Sú blanda fyrirheita um umbætur sem geri þýzku efnahagslífi kleift að hrista af sér slyðruorðið og fyrirheita um velferðarkerfisumbætur sem þó viðhaldi áunnum réttindum er hönnuð til að höfða til mjög breiðs kjósendahóps. Það þýðir jafnframt að erfitt er að spá fyrir um hvort ríkisstjórn undir forystu Merkel muni nýta þann meðbyr sem hún nýtur og trausta meirihluta í báðum þingdeildum til að hrinda í raun í framkvæmd aðgerðum sem eru nógu róttækar til að vera vænlegar til að skila árangri í bráð. Hvort Merkel, "stúlkan að austan" eins og mentor hennar Kohl kallaði hana, hafi það sem til þarf - svipað og Margaret Thatcher á sínum tíma í Bretlandi - til að rífa Þýzkaland upp úr sleninu á eftir að koma í ljós. Auðunn Arnórsson - audunn@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun