

Þögnin um Fjármálaeftirlitið rofin
Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja.
Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli.
Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma.
Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun.
Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga.
Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar.
Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist.
Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.
Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Skoðun

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar