Hvar höldum við að við séum? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. júlí 2005 00:01 Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar