Er enski boltinn jaðarsport? 28. júní 2005 00:01 Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun