Klerkar og kjarnorkusprengjur 17. júní 2005 00:01 Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Hvers konar forseta vilja Íranar? Eða öllu heldur, búast Íranar við að nýr forseti muni færa þeim þær umbætur sem svo lengi hefur verið beðið eftir í landinu? Kjörsóknin í forsetakosningunum í gær virðist að minnsta kosti benda til að íbúar landsins hafi trú á að lýðræðið muni skila þeim einhverjum umbótum. Kjörstaðir voru opnir þremur klukkustundum lengur en í upphafi var áformað vegna þess að svo margir vildu greiða atkvæði. Talið er að 61 prósent þjóðarinnar hafi greitt atkvæði sem telst býsna gott í þessum heimshluta – ekki síst þegar haft er í huga að sprengjutilræði voru framin víða um land í vikunni, sennilega til að fæla fólk frá kosningaþátttöku. Reyndar er líklegt að yfirlýsing George W. Bush um að kosningarnar væru marklausar þar sem æðsta ráð klerkanna réði hvort eð er öllu hafi blásið Írönum kapp í kinn og þeir því flykkst í ríkari mæli á kjörstað en ella. Kjörsóknin kemur engu að síður á óvart þar sem margir stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að vonbrigði almennings með stjórnartíð Khatami, fráfarandi forseta, væru svo mikil að þeir hefðu einfaldlega misst tiltrúnna á að umbætur væru mögulegar. Miklar vonir voru bundnar við Mohammad Khatami þegar hann var kjörinn árið 1997, sérstaklega á meðal kvenna og ungs, menntaðs fólks. Þrátt fyrir einlægan umbótavilja Khatami var hins vegar ljóst frá upphafi að æðsta ráðið og erkiklerkurinn Ali Khameini voru hinir raunverulegu valdhafar í landinu. Þeir hafa haldið fast um valdataumana og kæft mörg uppbótamál Khatami í fæðingu. Kjörsóknin í gær bendir til að ungt fólk hafi fjölmennt á kjörstað. Það liggur í hlutarins eðli þar sem 70 prósent Írana er undir þrítugu. Sú staða bendir aftur til að umbótaöflunum hafi vegnað ágætlega því nýleg skoðanakönnun sem íranska menningar- og trúarmálaráðuneytið gekkst fyrir fyrir sýna að ungt fólk er mun umbótasinnaðra en þeir sem eldri eru, það er síður trúrækið, vill meira pólitískt frelsi og kýs breytingar á löggjöfinni. Að unga fólkið sé uppreisnargjarnara en það eldra er svo sem ekki tilhneiging sem er bundin við Íran en þegar höfð er í huga lýðfræðileg samsetning þjóðarinnar þá skiptir hún sennilega meira máli í Íran en annars staðar. Búist er við að Hashemi Rafsanjani fái flest atkvæði í fyrstu umferð. Hann var forseti landsins á árunum 1989-1997 og er kænn stjórnvitringur. Hann nýtur ótrúlegt nokk velvildar klerkanna, almennings (eins og vinsældir hans sýna) og hvetur á sama tíma til vingjarnlegri samskipta við Bandaríkin. Þeir frambjóðendur sem helst er búist við að muni velgja Rafsanjani undir uggum eru þeir Mohammad Qalibaf, fyrrum lögreglustjóri með góðar tengingar inn í íraska herinn, og Mostafa Moin, umbótasinni sem hefur einkum sett menntamál og aukin lýðréttindi á oddinn. Æðsta ráðið bannaði Moin upphaflega að bjóða sig fram en Khameini sneri þeim úrskurði við. Fari svo að Rafsanjani og Moin komist áfram í aðra umferðina er afar athyglisverð staða komin upp sem klerkunum er að líkindum lítt að skapi. Kjörsóknin í gær er vísbending um að þessi staða hafi einmitt komi upp. sveinng@frettabladid.is
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar