Phoenix 0 - San Antonio 3 29. maí 2005 00:01 Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig. NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið. Stigaskor Phoenix var það lægsta í úrslitakeppninni, en þeir höfðu ekki skorað undir 106 stig í leik fram að leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir frábæra endurkomu hins grímuklædda Joe Johnson, áttu liðsmenn Phoenix fá svör við góðri vörn og frábærum sóknarleik heimamanna í San Antonio, sem eru að leika eins og sá sem valdið hefur um þessar mundir og geisla af sjálfstrausti. San Antonio náði að loka teignum, loka á þriggja stiga skytturnar og neituðu leikmönnum Phoenix um hraðaupphlaup. Það hefur löngum komið á daginn í úrslitakeppninni að það er varnarleikurinn sem vinnur leikina og lið San Antonio er fullkomið dæmi um það. Margir sérfræðingar vildu meina að Phoenix myndi einfaldlega hlaupa og skjóta þá í kaf í einvíginu, en annað hefur komið á daginn og þeir sem hafa vanmetið reynt og skipulagt lið San Antonio sitja eflaust og klóra sér í höfðinu í dag. "Ég held að strákarnir séu að finna sig aftur," sagði Greg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn og hefur eflaust átt við að hans menn væru að finna gamla meistaragírinn. "Við höfum ekki enn fundið leið til að stöðva þá," sagði Steve Nash hjá Phoenix, sem skoraði 20 stig en átti aðeins 3 stoðsendingar í leiknum. "Við hengdum haus í öðrum leikhlutanum þegar sóknin hjá okkur hrundi og náðum okkur aldrei á strik eftir það", bætti hann við. Phoenix skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhlutanum. Tim Duncan var atkvæðamikill að venju í liði San Antonio og skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst. Hann setti líka félagsmet með því að hitta úr öllum 15 vítaskotum sínum í leiknum, en það hefur verið hans Akkílesarhæll í gegn um árin. "Mér fannst við spila mjög vel í kvöld, en ég veit að við eigum meira inni og getum leikið enn betur," sagði Duncan, en ef svo er verða það að teljast slæm tíðindi fyrir Phoenix, sem er á leið í sumarfrí á frekar niðurlægjandi hátt ef þeir vinna ekki næsta leik liðanna í San Antonio á mánudagskvöldið. "Enginn í okkar liði er búinn að gefast upp, enginn í okkar liði kærir sig um að láta "sópa" sér út úr keppninni", sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix. Mörg lið í deildinni í vetur hafa horft til liða eins og Phoenix, Seattle og Dallas, sem skora mikið og leika hraðan, skemmtilegan og árangursríkan körfubolta á tímabilinu, sem skilar sér í mörgum sigrum. Áherslubreytingar í dómgæslu hafa gert liðum eins og Phoenix kleift í spila slíkan bolta og ná árangri, en þegar í úrslitakeppnina er komið, er allt annað uppi á teningnum eins og nú er að koma í ljós. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (11 frák), Steve Nash 20 stig, Joe Johnson 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (6 frák), Shawn Marion 6 stig (9 frák), Jimmy Jackson 4 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 33 stig (15 frák), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Tony Parker 18 stig (7 stoðs), Brent Barry 11 stig, Nazr Mohammed 9 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák), Bruce Bowen 6 stig.
NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti