„Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2025 10:30 Elliði Snær Viðarsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa átt í góðu samstarfi síðustu fimm ár og munu halda því áfram. Elliði Snær Viðarsson gat ekki hugsað sér að spila fyrir neitt annað lið í Þýskalandi en Gummersbach og hlakkar til að spila áfram undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hann segir vera stærstu ástæðuna fyrir velgengni liðsins á síðustu árum. Línumaður íslenska landsliðsins hefur spilað fyrir gamla stórveldið Gummersbach síðustu fimm ár og skrifaði á dögunum undir framlengdan samning til næstu fjögurra ára. „Eins og alltaf þá skoðaði maður sig aðeins um áður en maður tók lokaákvörðunina en þegar uppi er staðið var Gummersbach eina rétta svarið. Tilfinningin var að ég var ekki tilbúinn að fara í neitt annað lið í Þýskalandi“ sagði Elliði, sem skoðaði þó nokkur tilboð úr öðrum deildum. View this post on Instagram Gummersbach var eitt sigursælasta lið Þýskalands og Evrópuhandboltans á síðustu öld en félagið var á slæmum stað þegar Elliði kom þangað. Meistaradeildin næsta markmið Félagið var fallið niður í næstefstu deild en síðan þá hefur mikill uppgangur orðið, liðið komst aftur upp í úrvalsdeild og svo inn í Evrópudeildina á síðasta tímabili. „Það er ákveðinn kjarni þarna sem er búinn að fara í gegnum þetta, sem er búinn að vera þarna síðustu fimm eða sex ár. Núna er komin ákveðin pressa á okkur að leiða liðið áfram. Hvort það sé raunhæft á þessu ári eða næsta ári verður að koma í ljós en það er klárlega yfirlýst markmið að koma Gummersbach aftur í Meistaradeildina á næstu árum… …Við erum samt búnir að tapa óþarfa mörgum leikjum, ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni, en á sama tíma verið í hörkuleikjum við bestu liðin. Við unnum Berlin, gerðum jafntefli við Kiel og töpuðum með einu marki á móti Magdeburg, þannig að sýnum að við eigum heima þarna en þurfum að vinna auðveldari leikina. Þó það séu ekki margir auðveldir leikir“ sagði Elliði um gengi og markmið liðsins. Guðjón Valur kröfuharður en góður Þennan góðan árangur undanfarin ár segir hann að megi rekja til markahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hefur þjálfað liðið síðan 2020. „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því að við erum hérna og séum búnir að vera á svona uppgangi síðustu ár“ sagði Elliði og lýsti Guðjóni Val sem kröfuhörðum en góðum þjálfara. Gummersbach á tvo leiki eftir fram að áramótum áður en hlé vegna Evrópumótsins hefst. Elliði mun koma til móts við landsliðið hér á landi þegar æfingar hefjast þann 2. janúar. Rætt var við landsliðsmanninn og leikmann Gummersbach í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Línumaður íslenska landsliðsins hefur spilað fyrir gamla stórveldið Gummersbach síðustu fimm ár og skrifaði á dögunum undir framlengdan samning til næstu fjögurra ára. „Eins og alltaf þá skoðaði maður sig aðeins um áður en maður tók lokaákvörðunina en þegar uppi er staðið var Gummersbach eina rétta svarið. Tilfinningin var að ég var ekki tilbúinn að fara í neitt annað lið í Þýskalandi“ sagði Elliði, sem skoðaði þó nokkur tilboð úr öðrum deildum. View this post on Instagram Gummersbach var eitt sigursælasta lið Þýskalands og Evrópuhandboltans á síðustu öld en félagið var á slæmum stað þegar Elliði kom þangað. Meistaradeildin næsta markmið Félagið var fallið niður í næstefstu deild en síðan þá hefur mikill uppgangur orðið, liðið komst aftur upp í úrvalsdeild og svo inn í Evrópudeildina á síðasta tímabili. „Það er ákveðinn kjarni þarna sem er búinn að fara í gegnum þetta, sem er búinn að vera þarna síðustu fimm eða sex ár. Núna er komin ákveðin pressa á okkur að leiða liðið áfram. Hvort það sé raunhæft á þessu ári eða næsta ári verður að koma í ljós en það er klárlega yfirlýst markmið að koma Gummersbach aftur í Meistaradeildina á næstu árum… …Við erum samt búnir að tapa óþarfa mörgum leikjum, ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni, en á sama tíma verið í hörkuleikjum við bestu liðin. Við unnum Berlin, gerðum jafntefli við Kiel og töpuðum með einu marki á móti Magdeburg, þannig að sýnum að við eigum heima þarna en þurfum að vinna auðveldari leikina. Þó það séu ekki margir auðveldir leikir“ sagði Elliði um gengi og markmið liðsins. Guðjón Valur kröfuharður en góður Þennan góðan árangur undanfarin ár segir hann að megi rekja til markahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi, Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hefur þjálfað liðið síðan 2020. „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því að við erum hérna og séum búnir að vera á svona uppgangi síðustu ár“ sagði Elliði og lýsti Guðjóni Val sem kröfuhörðum en góðum þjálfara. Gummersbach á tvo leiki eftir fram að áramótum áður en hlé vegna Evrópumótsins hefst. Elliði mun koma til móts við landsliðið hér á landi þegar æfingar hefjast þann 2. janúar. Rætt var við landsliðsmanninn og leikmann Gummersbach í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira