Handbolti

Donni fagnaði EM vali með skotsýningu

Aron Guðmundsson skrifar
Donni í leik með íslenska landsliðinu
Donni í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Skandeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta átti frábæran leik í sigri liðsins á Ribe Esbjerg í dag. Lokatölur 34-27, Skandeborg í vil.

Kristján, sem er jafnan kallaður Donni, er að eiga frábæra viku. 

Á fimmtudaginn síðastliðinn var greint frá því að hann væri einn af átján íslenskum leikmönnum sem væru á leið með landsliðinu á komandi Evrópumót í janúar. 

Og í dag skoraði hann átta mörk í tíu tilraunum og var einn af bestu mönnum vallarins í sjö marka sigri Skandeborgar á Ribe-Esbjerg. Að auki átti Donni eina stoðsendingu í leiknum. 

Sigurinn sér til þess að Skandeborg lyftir sér upp í 2.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þar er liðið með 24 stig, tólf stigum á eftir toppliði Álaborgar en með stigi meira en Mors Thy í þriðja sætinu.

Þetta var síðasti leikur liðsins fyrir EM pásuna sem tekur nú við. Donni kemur því fljúgandi inn í komandi verkefni með íslenska landsliðinu en liðið hefur æfingar hér á landi fyrir EM þann 2.janúar næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×