
Ljóshærði herinn
Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum.
Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina?
Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda?
Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway!
Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik.
Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.
Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar