Detroit 1 - Indiana 2 14. maí 2005 00:01 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Bæði lið áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum í nótt, eins og lokatölurnar bera með sér, en þegar leikurinn er í járnum, leika fáir jafn vel og Reggie Miller hjá Indiana. Miller var stigahæstur leikmanna Indiana í nótt með 17 stig og þrátt fyrir að hitta illa eins og flestir, geigaði hann ekki þegar það skipti mestu máli. Miller hitti úr fjórum vítaskotum og skoraði mikilvæga körfu á síðustu 81 sekúndu leiksins og tryggði sigur Indiana, eftir að meistararnir höfðu gert mikið áhlaup og komist yfir. Heimamenn í Indiana leiddu nær allann leikinn og meistararnir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Larry Brown, þjálfari Detroit, var æfur út af dómgæslunni undir lok leiksins og Lindsay Hunter, leikmaður Pistons sem varð fyrir barðinu á Miller á lokasekúndunum, kaus að tjá sig ekki við fjölmiðla að leik loknum af ótta við að verða sektaður fyrir að gagnrýna dómarana. "Þetta var frábær karfa hjá Miller í lokinn, en hvernig fór hann að því að koma sér í svona gott skotfæri?," sagði Brown hundfúll og átti við að hann hefði notað bellibrögð til að hrinda frá sér varnarmanninum. "Við förum heim til Detroit með stöðuna 2-2, það er engin spurning," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem er ekki á þeim buxunum að tapa næsta leik í Indiana. Wallace tók tvö þriggja stiga skot á síðustu mínútunum sem geiguðu og gáfu Indiana færi á að vinna leikinn. Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 17 stig, Jamaal Tinsley 16 stig (6 stoðs), Anthony Johnson 9 stig, Jeff Foster 8 stig (12 frák), Jermaine O´Neal 8 stig (6 frák), Stephen Jackson 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Chaunchey Billups 23 stig, Rip Hamilton 16 stig, Rasheed Wallace 13 stig (9 frák), Tayshaun Prince 9 stig (9 frák, 6 stoðs), Ben Wallace 7 stig (14 frák), Antonio McDyess 6 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira