Körfubolti

Stjarna Cavs trú­lofuð Grammy verð­launa­hafa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Lífið leikur við Donovan Mitchell.
 Lífið leikur við Donovan Mitchell. vísir/getty

Sumarið er að fara vel með Donovan Mitchell, stjörnu Cleveland Cavaliers, en hann greindi frá því í gær að hann hefði farið á skeljarnar og fengið jákvætt svar.

Unnusta hans er R&B söngkonan Coco Jones sem meðal annars hefur unnið til hinna eftirsóttu Grammy-verðlauna.

Parið hamingjusama byrjaði að rugla saman reitum í september á síðasta ári og ástin hefur heldur betur blómstrað síðan.

Mitchell átti frábært tímabil með Cavs sem vann Austurdeildina. Hann var með 24,0 stig, 4,5 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×