Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir vann kvennaflokkinn fimmta árið í röð. Laugavegurinn Í dag fór Laugavegshlaupið fram í tuttugasta og áttunda sinn. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Hlaupið var í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi. Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum. Þorsteinn Roy Jóhannsson vann Laugavegshlaupið hjá körlunum annað árið í röð. Hann kom í mark á 4.05,05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmetið. Það féll þó ekki að þessu sinni. Annar í mark var þjálfarinn hans, Þorbergur Ingi Jónsson, en Þorbergur kom í mark fimm og hálfri mínútu á eftir Þorsteini Roy. Þess má geta að Þorbergur er eini maðurinn sem hefur hlaupið kílómetrana 55 á undir fjórum klukkutímum. Þriðji varð Bretinn Andrew Douglas sem kom í mark rúmum tólf mínútum á eftir sigurvegaranum. Það kom svo fáum á óvart að Andrea Kolbeinsdóttir skyldi vinna kvennaflokkinn en hún hljóp á 4.29,33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún vinnur kvennaflokkinn. Hún var rúmlega 24 mínútum á eftir Þorsteini. Bakgarðsdrottningin Elísa Kristinsdóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki en hún skilaði sér yfir marklínuna rúmum fimm mínútum á eftir Andreu. Þriðja í kvennaflokki varð svo Anna Berglind Pálmadóttir en hún var 27 mínútum á eftir Andreu. Sjá má tíma allra keppenda hér. Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur. Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum. Þorsteinn Roy Jóhannsson vann Laugavegshlaupið hjá körlunum annað árið í röð. Hann kom í mark á 4.05,05 klukkutímum en hann hljóp mjög vel framan af og var líklegur til þess að bæta brautarmetið. Það féll þó ekki að þessu sinni. Annar í mark var þjálfarinn hans, Þorbergur Ingi Jónsson, en Þorbergur kom í mark fimm og hálfri mínútu á eftir Þorsteini Roy. Þess má geta að Þorbergur er eini maðurinn sem hefur hlaupið kílómetrana 55 á undir fjórum klukkutímum. Þriðji varð Bretinn Andrew Douglas sem kom í mark rúmum tólf mínútum á eftir sigurvegaranum. Það kom svo fáum á óvart að Andrea Kolbeinsdóttir skyldi vinna kvennaflokkinn en hún hljóp á 4.29,33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún vinnur kvennaflokkinn. Hún var rúmlega 24 mínútum á eftir Þorsteini. Bakgarðsdrottningin Elísa Kristinsdóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki en hún skilaði sér yfir marklínuna rúmum fimm mínútum á eftir Andreu. Þriðja í kvennaflokki varð svo Anna Berglind Pálmadóttir en hún var 27 mínútum á eftir Andreu. Sjá má tíma allra keppenda hér. Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur. Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum