Mun R-listinn lifa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:12 Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri grænir ákveða að bjóða aftur fram undir nafni Reykjavíkurlistans, verður það í fjórða sinn sem þessir flokkar bjóða ekki fram lista undir eigin nafni í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Í fyrri skiptin þrjú hefur listinn fengið um 53 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 47 prósent atkvæða árið 1994, 45 prósent 1998 og 40 prósent 2002. Frjálslyndir og óháðir, sem fengu um sex prósent gildra atkvæða í síðustu kosningum, kvörnuðu mest úr fylgi sjálfstæðismanna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist nú í vikunni, studdu um 55 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu áframhaldandi líf samstarfsins. Það er því ekki hægt að skrifa dánarvottorðið enn. Umræður milli R-lista flokkanna eru hafnar, þó lítið spyrjist út um hvernig viðræðurnar ganga. Það sem meira hefur borið á eru mótmæli ungliðahreyfinganna. Ungliðar framsóknar, samfylkingar og vinstri grænna hafa allir sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að flokkur þeirra bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum að ári. Ein af merkilegri söguskýringum sem sést hefur varðandi áframhaldandi líf Reykjavíkurlistann kemur frá Framsóknarmönnum. Miðað við um 10 prósent fylgi þeirra í alþingiskosningum, fengi flokkurinn einn mann kjörinn inn í borgarstjórn. Hver veit nema 10 prósenta fylgi sé ofmetið, því síðast þegar framsóknarmenn buðu sjálfir fram til borgarstjórnar 1990 fengu þeir 8,3 prósenta fylgi. Í kosningunum 1986 var það sjö prósent. 1982 var það 9,5 prósent. Ekki eru til mælingar um að Framsóknarflokkur hafi komist yfir tíu prósentin í borgarstjórnakosningum síðan 1974. Það virðist því augljóst að flokkurinn er að græða mann á samstarfinu, sérstaklega ef hann fær áfram að minnsta kosti tvo fulltrúa R-listans. Þeir framsóknarmenn sem, af einhverjum ástæðum, vilja flokkinn úrsamstarfinu geta því ekki sagt að þeir séu að tapa á því sé litið til valda þeirra innan borgarinnar. Því hefur sú söguskýring komið fram að vegna R-lista samstarfsins sé flokkurinn ekki mjög sýnilegur í borginni, sem skýri af hverju þeim gekk ekki sem skyldi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu alþingiskosningum. Það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson leiddi annan listann. Kjördæmafélög framsóknarmanna eru reyndar mun sýnilegri en Reykjavíkurfélög Samfylkingar og Vinstri grænna. Hvernig sem á því stendur. En hugmyndin um að Framsóknarflokknum hafi ekki gengið mjög vel í Reykjavík í síðustu kosningum er satt best að segja svolítið skrítin. Flokkurinn fékk 11,34 prósenta fylgi í Reykjavík suður og 11,62 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Það mætti því segja að flokkurinn hafi fengið um 11,5 prósent í Reykjavík í síðustu alþingiskosningunum. Það er nokkru betra en 1999, þegar hann fékk 10,4 prósent. Aðeins minna en 1995 þegar hann fékk 14,9 prósent, en það var hástökkið. Í alþingiskosningunum 1991, 1987 og 1983 var flokkurinn ekki að fá nema um 10 prósent atkvæða. Því er ekki hægt að segja annað en að Framsóknarflokknum hafi vegnað nokkuð vel í samstarfi Reykjavíkurlistans. Það sama má eiginlega segja um Vinstri græna. Flokkurinn hefur ekki verið til það lengi, að hægt sé að gera svipaðan samanburð á kjörfylgi og hjá Framsóknarflokknum. Í síðastliðnum tveimur alþingiskosningum hefur flokkurinn fengið tæp 10 prósent atkvæða, aðeins minna en framsóknarmenn. Það hefur bara ekki verið eins sterk mítan um að Vinstri grænum gengi miklu betur ef þeir myndu bjóða fram sjálfir. Ungliðar Samfylkingarinnar vilja að flokkurinn bjóði fram sjálfir, því þeir telja að hann myndi fá fleiri fulltrúa en þeir hafa núna. Það er mjög trúlegt. Á móti kemur að líkurnar á að Samfylking haldi áfram í meirihluta borgarstjórnar minnkar. Mér til skemmtunar prófaði ég að reikna út hver niðurstaða borgarstjórnarkosninga yrðu, ef kosið væri nákvæmlega eins og í síðustu alþingiskosningum. Niðurstaðan er sú að Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Frjálslyndir fengju einn mann kjörinn hver. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengi sex menn kjörna hvor. Þetta opnar alveg nýja möguleika í borgarstjórn. Annar stóru flokkanna þarf tvo minni flokka með sér til að ná meirihluta. Fer Alfreð inn fyrir framsókn? Getur hann unnið með Guðlaugi Þór sjálfstæðismanni að endurbótum Orkuveitunnar. Myndi Ólafur F. kyngja því sem hann hefur sagt um verndun gamalla húsa og ganga til liðs við Samfylkingu? Yrði Árni Þór fulltrúi Vinstri grænna og með hverjum vill hann vinna? Út frá sérhagsmunum þeirra flokka sem nú mynda Reykjavíkurlistann kæmi þeim það mjög líklega betur að halda samstarfinu áfram ef kalt er metið. Þeir sem mest græða á splundrungu er Sjálfstæðisflokkurinn því þannig eignaðist hann betri möguleika á að komast í borgarstjórnarmeirihluta eftir næstu kosningar. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun