Skiptir álit annarra máli? 12. maí 2005 00:01 Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun