D´Antoni þjálfari ársins í NBA 11. maí 2005 00:01 Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira