Félögin bera ábyrgðina 8. maí 2005 00:01 Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar