Lítið til sparað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. apríl 2005 00:01 Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar