Stórleikir í Meistaradeildinni 22. febrúar 2005 00:01 16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira