Stórleikir í Meistaradeildinni 22. febrúar 2005 00:01 16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira