Reykingar og persónufrelsi Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. thorarinn@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun