Forsetinn hafi áfram málskotsrétt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2005 00:01 Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar