Magn eða gæði? 29. desember 2004 00:01 Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun