Hátíð sumra barna 23. desember 2004 00:01 Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar