Fanginn í Japan 12. desember 2004 00:01 Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun