Bókaþjóð eða bókmenntaþjóð? 8. desember 2004 00:01 Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun