Hvað eru Íslendingar að vilja? Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. desember 2004 00:01 Þeir Friðrik Guðmundsson og Kristinn Hrafnsson frumsýndu heimildarmynd sína, Íslenska sveitin, í síðustu viku en þar fylgjast þeir með íslenska friðargæsluliðinu í Kabúl að störfum. Íslendingar eru síður en svo á eitt sáttir um hvort það geti talist eðlilegt að þjóðin taki þátt í stríðsrekstrinum í Afganistan með því að senda þangað vopnaða sveit manna. Íslendingar eigi engan her og eigi því takmarkað erindi á vígvöllinn. Dvöl okkar manna í Kabúl hefur verið réttlætt með því að benda á að það sé sjálfsagt og eðlilegt að Íslendingar taki þátt í uppbyggingunni í Afganistan ásamt öðrum NATO þjóðum og strákarnir okkar á flugvellinum í Kabúl séu ekki hermenn heldur friðargæsluliðar.Friðargæsluliðar gráir fyrir járnum Það er ekki tekin afgerandi afstaða til þess hvort Íslendingarnir séu hermenn eða ekki í Íslensku sveitinni en myndin talar sínu máli og þegar Íslendingarnir birtast gráir fyrir járnum í júníformum að æfa sig í meðferð skotvopna fæ ég ekki séð að nokkur geti dregið það í efa að þarna eru hermenn á ferðinni. Íslendingarnir eru samt ekki á kafi í barrdögum og eru mikið að mála, smíða og dytta að hinu og þessu á flugvellinum en þeir eru vel vopnaðir og búnir til bardaga. Sjálfir telja þeir íslensku friðargæslumenn sem rætt er við í myndinni það af og frá að þeir séu hermenn og allar hugmyndir um slíkt byggi á vanþekkingu. En hvað er hægt að segja um mann sem gengur um einkennisklæddur með alvæpni og er tilbúinn til að bregðast við áreiti með byssuskothríð? Orðabókarskilgreiningin er alveg örugglega hermaður.Hressir strákar í byssó Það er hins vegar alveg rétt að Íslendingarnir eru ekki alvöru hermenn. Því fer fjarri. Þetta eru frístundadátar sem hafa, að því er virðist á samtölum í myndinni, gripið gott tækifæri til að heimsækja framandi land og æfa sig í vopnaburði og skotfimi. Sumir þeirra segjast drifinir áfram af ævintýraþrá, aðrir eru í þessu fyrir peninga og sumir nefna fyrst og fremst návígið við öll þessi spennandi skotvopn. Þarna eru samankomnir menn úr ýmsum kimum íslensks veruleika sem hafa sennilega flestir fengið grunninn að herþjálfun sinni upp úr amerískum bíómyndum og tala mikið í stöðluðum frösum um að vilja gera gagn, standa vörð um sóma Íslands og leggja lóð sín á vogarskálarnar þegar það skín í gegn hjá þeim flestum að það eru fyrst og fremst byssurnar sem heilla.Leikmenn stjórna alvöru dátum Það sem er svo hallærislegast við þetta allt er að þar sem Íslendingar eiga ekki neina hernaðarhefð duttu þessir kappar beint inn í þennan framandi heim og þar sem Íslendingar báru ábyrgð á stjórn flugvallarnis voru þeir umsvifalaust gerðir að liðþjálfum og majórum og settir yfir útlenda atvinnuhermenn sem eru að príla upp virðingarstiga þjóðhers síns á eðlilegum hraða. Það hlýtur að vera einkennileg aðstaða fyrir menn sem hafa hlotið markvissa, áralanga þjálfun í vopnaburði og manndrápum að þurfa að lúta stjórn Íslendinga sem voru daglaunamenn eða námsmenn áður en þeir skutust upp metorðastigann hjá herafla Atlantshafsbandalagsins. Hermennirnir okkar eru hermenn, samkvæmt skilgreiningunni, en samt hálfgerðir gervidátar og þegar einn þeirra talar um að vopnaburðurinn sé sjálfsagt öryggisatriði enda ætli hann ekki að láta drepa sig í Kabúl án þess að taka að minnsta kosti einn andstæðing með sér læðist að manni sá grunur að ef fjandinn yrði laus myndu Íslendingarnir ekki vera til stórræðanna líklegir og þurfa að treysta á þjálfaðri undirmenn sína.Sígild þjóðremba Íslendingum er eðlislægt að slá um sig með útblásinni og klisjukenndri þjóðrembu þegar þeir bera sig saman við aðrar þjóðir. Þetta viðhorf birtist kristaltært í orðum yfirmanns íslenska hersins í Kabúl þegar hann heldur því blákalt fram að þekking og reynsla Íslendinga gæti orðið mikilvægur þáttur í uppbyggingu NATO í breyttu umhverfi. Svona stórkarlalegar yfirlýsingar hljóma hálf innantómar þegar þær koma frá Íslendingi í hermannabúningi. Íslendingar geta örugglega kennt þjóðum heims sitthvað um nýtingu jarðhita og fiskveiðar en þjóð sem hefur haldi friðinn árhundruðum saman og tók bæði kristna trú og öðlaðist sjálfstæði án þess að úthella blóðdropa er ekki líkleg til að hafa mikinn skilning á ófriði og stríðsbrölti. Rússneski þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj hefur ekki oft rétt fyrir sér en hann hitti naglann á höfuðið í viðtali sem vikuritið Eintak birti við hann fyrir allmörgum árum. Þá hafði þessi vígreifi Rússi ýmsilegt að athuga við þá tilburði Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, að gera Íslendinga breiða á alþjóðavettvangi með því að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði Litháen. "Þið eruð smáþjóð og þið eigið að vera hlutlausir og eiga góð samskipti við Rússland. Það er ykkar framtíðarvon. Hvers vegna eruð þið í Nató, án þess að eiga svo mikið sem einn skriðdreka eða kafbát? Til hvers að vera í Nató? Nató bjargar ykkur aldrei. Með nokkrum tundurskeytum og loftárás er eyjan ykkar búin að vera." Ég gat ekki skilið það sem fyrir augu bar í Íslensku sveitinni á annan hátt en þann að Íslendingar hafi eignast her. Það vissu það kannski fáir þar sem lítið hefur verið fjallað um það hvað okkar menn eru að bralla í Afganistan. Íslendingar geta vissulega haft heilmikið að segja í alþjóðasamfélaginu og látið gott af sér leiða en hér erum við á villigötum. Hermennska er ekki okkar fag enda eigum við hvorki kafbát né skriðdreka og það væri fróðlegt að heyra hvað Zhírínovskíj hefði að segja um Íslenska herinn sem við höfum skyndilega eiganst. thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þeir Friðrik Guðmundsson og Kristinn Hrafnsson frumsýndu heimildarmynd sína, Íslenska sveitin, í síðustu viku en þar fylgjast þeir með íslenska friðargæsluliðinu í Kabúl að störfum. Íslendingar eru síður en svo á eitt sáttir um hvort það geti talist eðlilegt að þjóðin taki þátt í stríðsrekstrinum í Afganistan með því að senda þangað vopnaða sveit manna. Íslendingar eigi engan her og eigi því takmarkað erindi á vígvöllinn. Dvöl okkar manna í Kabúl hefur verið réttlætt með því að benda á að það sé sjálfsagt og eðlilegt að Íslendingar taki þátt í uppbyggingunni í Afganistan ásamt öðrum NATO þjóðum og strákarnir okkar á flugvellinum í Kabúl séu ekki hermenn heldur friðargæsluliðar.Friðargæsluliðar gráir fyrir járnum Það er ekki tekin afgerandi afstaða til þess hvort Íslendingarnir séu hermenn eða ekki í Íslensku sveitinni en myndin talar sínu máli og þegar Íslendingarnir birtast gráir fyrir járnum í júníformum að æfa sig í meðferð skotvopna fæ ég ekki séð að nokkur geti dregið það í efa að þarna eru hermenn á ferðinni. Íslendingarnir eru samt ekki á kafi í barrdögum og eru mikið að mála, smíða og dytta að hinu og þessu á flugvellinum en þeir eru vel vopnaðir og búnir til bardaga. Sjálfir telja þeir íslensku friðargæslumenn sem rætt er við í myndinni það af og frá að þeir séu hermenn og allar hugmyndir um slíkt byggi á vanþekkingu. En hvað er hægt að segja um mann sem gengur um einkennisklæddur með alvæpni og er tilbúinn til að bregðast við áreiti með byssuskothríð? Orðabókarskilgreiningin er alveg örugglega hermaður.Hressir strákar í byssó Það er hins vegar alveg rétt að Íslendingarnir eru ekki alvöru hermenn. Því fer fjarri. Þetta eru frístundadátar sem hafa, að því er virðist á samtölum í myndinni, gripið gott tækifæri til að heimsækja framandi land og æfa sig í vopnaburði og skotfimi. Sumir þeirra segjast drifinir áfram af ævintýraþrá, aðrir eru í þessu fyrir peninga og sumir nefna fyrst og fremst návígið við öll þessi spennandi skotvopn. Þarna eru samankomnir menn úr ýmsum kimum íslensks veruleika sem hafa sennilega flestir fengið grunninn að herþjálfun sinni upp úr amerískum bíómyndum og tala mikið í stöðluðum frösum um að vilja gera gagn, standa vörð um sóma Íslands og leggja lóð sín á vogarskálarnar þegar það skín í gegn hjá þeim flestum að það eru fyrst og fremst byssurnar sem heilla.Leikmenn stjórna alvöru dátum Það sem er svo hallærislegast við þetta allt er að þar sem Íslendingar eiga ekki neina hernaðarhefð duttu þessir kappar beint inn í þennan framandi heim og þar sem Íslendingar báru ábyrgð á stjórn flugvallarnis voru þeir umsvifalaust gerðir að liðþjálfum og majórum og settir yfir útlenda atvinnuhermenn sem eru að príla upp virðingarstiga þjóðhers síns á eðlilegum hraða. Það hlýtur að vera einkennileg aðstaða fyrir menn sem hafa hlotið markvissa, áralanga þjálfun í vopnaburði og manndrápum að þurfa að lúta stjórn Íslendinga sem voru daglaunamenn eða námsmenn áður en þeir skutust upp metorðastigann hjá herafla Atlantshafsbandalagsins. Hermennirnir okkar eru hermenn, samkvæmt skilgreiningunni, en samt hálfgerðir gervidátar og þegar einn þeirra talar um að vopnaburðurinn sé sjálfsagt öryggisatriði enda ætli hann ekki að láta drepa sig í Kabúl án þess að taka að minnsta kosti einn andstæðing með sér læðist að manni sá grunur að ef fjandinn yrði laus myndu Íslendingarnir ekki vera til stórræðanna líklegir og þurfa að treysta á þjálfaðri undirmenn sína.Sígild þjóðremba Íslendingum er eðlislægt að slá um sig með útblásinni og klisjukenndri þjóðrembu þegar þeir bera sig saman við aðrar þjóðir. Þetta viðhorf birtist kristaltært í orðum yfirmanns íslenska hersins í Kabúl þegar hann heldur því blákalt fram að þekking og reynsla Íslendinga gæti orðið mikilvægur þáttur í uppbyggingu NATO í breyttu umhverfi. Svona stórkarlalegar yfirlýsingar hljóma hálf innantómar þegar þær koma frá Íslendingi í hermannabúningi. Íslendingar geta örugglega kennt þjóðum heims sitthvað um nýtingu jarðhita og fiskveiðar en þjóð sem hefur haldi friðinn árhundruðum saman og tók bæði kristna trú og öðlaðist sjálfstæði án þess að úthella blóðdropa er ekki líkleg til að hafa mikinn skilning á ófriði og stríðsbrölti. Rússneski þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj hefur ekki oft rétt fyrir sér en hann hitti naglann á höfuðið í viðtali sem vikuritið Eintak birti við hann fyrir allmörgum árum. Þá hafði þessi vígreifi Rússi ýmsilegt að athuga við þá tilburði Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, að gera Íslendinga breiða á alþjóðavettvangi með því að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði Litháen. "Þið eruð smáþjóð og þið eigið að vera hlutlausir og eiga góð samskipti við Rússland. Það er ykkar framtíðarvon. Hvers vegna eruð þið í Nató, án þess að eiga svo mikið sem einn skriðdreka eða kafbát? Til hvers að vera í Nató? Nató bjargar ykkur aldrei. Með nokkrum tundurskeytum og loftárás er eyjan ykkar búin að vera." Ég gat ekki skilið það sem fyrir augu bar í Íslensku sveitinni á annan hátt en þann að Íslendingar hafi eignast her. Það vissu það kannski fáir þar sem lítið hefur verið fjallað um það hvað okkar menn eru að bralla í Afganistan. Íslendingar geta vissulega haft heilmikið að segja í alþjóðasamfélaginu og látið gott af sér leiða en hér erum við á villigötum. Hermennska er ekki okkar fag enda eigum við hvorki kafbát né skriðdreka og það væri fróðlegt að heyra hvað Zhírínovskíj hefði að segja um Íslenska herinn sem við höfum skyndilega eiganst. thorarinn@frettabladid.is
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar