Nýr utanríkisráðherra í BNA Þórlindur Kjartansson skrifar 17. nóvember 2004 00:01 Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun