Mislyndur markaður Hafliði Helgason skrifar 12. nóvember 2004 00:01 Herra markaður er skrítinn karl. Reyndir fjárfestar, eins og Warren Buffet, sem hafa þekkt karlinn frá ómunatíð hafa oft bent þeim sem skemmri kynni hafa haft af karlinum að hann sé ólíkindatól. Eins sjarmerandi og skemmtilegur hann getur verið einn daginn, þá getur hann lagst fyrirvaralaust í bælið, breitt upp fyrir haus og séð ekkert framundan nema svartnættið eitt. Kvíðinn fyrir framtíðinni tekur yfir taumlausa gleði síðustu vikna. Karlinn er vart mönnum sinnandi og túlkar allt sem sagt er við hann á versta veg. Nei, það er ekki gaman að eiga við hann í þessum ham.Mislyndi á markaði Hér á landi voru menn næstum búnir að gleyma þessari hlið á karlinum. Hann lagðist síðast í þunglyndi árið 2000 en fór að hressast 2001. Síðan þá hefur hann verið kátur og hress. Allt hefur gengið vel og ekki laust við að svolítils oflátungsháttar væri farið að gæta í fari hans. Hann hefur býsna sterka nærveru blessaður og auðvelt að smitast af kæti hans og bjartsýni. Hann getur líka verið verulega sannfærandi í svartsýnisköstunum og fyllt samferðamenn sína ótta um að allt sé á sandi byggt og fátt sé til bjargar. Hann á það líka til að sveiflast miilli bjartsýni og svartsýni innan sama dags. Svoleiðis lætur hann oft eftir svartsýnisköstin og þá er erfitt að átta sig á því hvort hann muni leggjast í þunglyndi eða taka gleði sína á ný. Hann er í svoleiðis skapi þessa dagana. Hann hefur í heildina tekið verið bjartsýnn síðustu þrjá daga, en tíu daga þar á undan var skelfilegt að vera í návistum við hann. Hann hafði allt á hornum sér. Kannski var þetta magakveisa. Hann hafði farið dálítið geyst og þegar hann hafði gleypt á skömmum tíma allt nýtt hlutafé frá KB banka, alls yfir 90 milljarða króna eða um ellefu prósent af landsframleiðslunni, seig á ógæfuhliðina. Framundan var veisla með meira framboði og óróleikinn í iðrunum breyttist smám saman í kvíðahnút sem yfirtók taugakerfið á skömmum tíma. Síðustu daga hefur ástandið verið ágætt. Þeir sem þekkja hann vita að í þessu ástandi er hann til alls vís. Margt bendir til þess að hann jafni sig á þessu hægt og bítandi, en ástand hans er fráleitt stöðugt. Hann er sennilega ekki í mikilli hættu, en ætti að fara sér hægt og gæta sín á að láta ekki oflátungsháttinn ná tökum á sér á ný. Sígandi lukka er best.Magasýrur og hjartalyf Þeir sem finna hvað mest fyrir stemningu á markaðnum eru miðlarar bankanna sem sjá um kaup hlutabréfa fyrir viðskiptavini. Þetta eru mennirnir, gjarnan miðaldra sem öskra "kaupa! selja!" í bandarískum bíómyndum og sjást síðan taka magatöflur og hjartalyf inni á klósetti. Skjóta jafnvel á sig einum viskísopa til að róa taugarnar. Miðlarar íslensku bankanna falla ekki að þessari ímynd, en flestir viðurkenna að álagið hafi verið talsvert að undanförnu. Verst var ástandið á miðvikudaginn þegar vísitalan féll um morguninn ellefta daginn í röð. Enginn vissi hvar þessi samfellda lækkun ætlaði að enda. Um hádegið fór að rofa til og dagurinn endaði með hækkun hlutabréfa. Loksins! Miðlarar bankanna segja að sveiflur innan dagsins hafi verið áberandi og markaðurinn gjarnan lækkað mikið fyrri part dagsins en jafnað sig þegar líða tók á daginn. Flestir eru sammála um að hlutafjárútboð KB banka og boðuð hlutafjárútboð fleiri fyrirtækja hafi hrint lækkununum af stað. Margir smærri og meðalstórir fjárfestar hafi fylgst með markaðnum að undanförnu og ákveðið með sjálfum sér að þeir myndu innleysa góðan hagnað þegar fyrstu teikn væru um lækkun. Stærri fjárfestar voru nýbúnir að hlaða sig með kaupum í útboði KB banka og ekki í sérstökum kaupham. Skriðan fór af stað. Fjárfestar hringdu inn og í stað þess að biðja um að bréf væru seld á ákveðnu gengi voru skilaboðin til miðlara að selja og láta svo vita á hvaða gengi menn hefðu losnað við bréf sín. Álagið var sumstaðar svo mikið að sölubeiðnir viðskiptavina voru sendar beint inn í bakvinnslu og afgreiddar þar.Fallandi hnífur Hlutabréfaeign einstaklinga er gjarnan í sjóðum, enda fæst með því skynsamleg áhættudreifing. Fólk vildi selja sig út úr sjóðunum. Sjóðirnir fjárfesta í fyrirtækjum eftir vægi þeirra í vísitölunni og við sölu sjóðanna lækkuðu nokkur fyrirtæki niður fyrir gengi sem greiningardeildir meta fyrirtækin á. Þetta átti sérstaklega við um KB banka vegna vægis hans í vísitölunni. Bankinn vegur tæpan þriðjung úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Gengi KB banka fór lægst í 399 krónur á hlut, en skömmu áður höfðu fagfjárfestar fengið minna en þeir vildu í útboði þar sem verðið var 480 krónur á hlut. Lýsingin á markaðnum þessa daga var "fallandi hnífur". Enginn treystir sér til að reyna að grípa hann í fallinu og allir bíða þess að hann lendi. Þá stökkva menn til, grípa hann og hefja á loft. Hann lenti eftir hádegi á miðvikudag. Þegar rætt er við miðlara og spákaupmenn nú í vikulok má greina að tíminn var erfiður, þó reynt sé að bera sig vel. Almenn skoðun er sú að smærri fjárfestar hafi verið að stökkva af lestinni. Engir stórir aðilar eða reyndir fjárfestar hafi hikað þessa daga. Leiðréttingin hafi hins vegar verið holl lexía. Hættan eftir miklar hækkanir er að viðhorfið til hlutabréfa verði rangt. Menn sjái þau sem skammtímafjárfestingu sem gefi margfalda og stöðuga ávöxtun, langt umfram það sem aðrir fjárfestingarkostir bjóða upp á. Staðreyndin sú að hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting. Þau hafa vissulega gefið mun betri ávöxtun en aðrar fjárfestingar til lengri tíma litið. Áhættan af sveiflum er veruleg og niðursveiflan nú sýnir mönnum ótvírætt að það er allt eins hægt að tapa verulega á fjárfestingum í hlutabréfum eins og að græða á þeim. Þörf áminning, segja fjárfestar.Bolar og birnir Sveiflur í hlutabréfaviðskiptum innan viðskiptadaga benda til mikilla skoðanaskipta á markaði. Bolarnir, hinir bjartsýnu, takast á við birnina, hina svartsýnu. Meðal sérfræðinga úti á markaði eru líka skiptar skoðanir eftir því við hvern enda borðsins er setið. Sérfræðingar greiningardeildanna eru nokkuð drjúgir með sig. Þeir hafa bent á að markaðurinn væri verðlagður yfir hefðbundnum mælikvörðum á virði fyrirtækja. Eftir lækkunina eru gildin nær því sem slíkar greiningar segja til um. Einnig er á það bent að mikill gengishagnaður af eign fyrirtækja hverju í öðru ýki sveiflur og með lækkun markaðar geti svimandi hagnaður breyst í mikið tap. Þeir svartsýnustu telja að markaðurinn þurfi enn að lækka til þess að vera á sambærilegu róli við markaði í nágrannalöndum okkar. Á móti er bent á að hagvöxtur hér á landi sé fyrirsjáanlega mun meiri en í nágrannalöndunum. Vöxtur fyrirtækja hér á landi sé knúinn áfram af útrás fyrirtækja. Framleiðslufyrirtæki eins og Actavis, Bakkavör, Marel og Össur vaxi áfram á erlendum mörkuðum og búast megi við því að þau muni halda áfram að dafna á næstu árum. Þá sé bankakerfið í útrás og fleiri fyrirtæki sæki fram. Úrás og kraftur einkenni viðskiptalífið og heppnist það sem er á döfinni muni það skila sér inn í hagkerfið þegar stórframkvæmdum sem næra hagvöxtinn næstu ár lýkur. Miðlarar og spákaupmenn telja margir að markaðurinn hafi verið talaður niður með þeim einum rökum að eftir miklar hækkanir hljóti að koma lækkun. Búast má við að ólík sjónarmið muni lita markaðinn á næstunni og sveiflur geti orðið töluverðar. Einnig má búast við að félög hækki vegna raunverulegra frétta fremur en væntinga og orðróms eins og verið hefur. Tíminn einn mun leiða í ljós hverjir hafa rétt fyrir sér um hvert íslenskur hlutabréfamarkaður stefni.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Herra markaður er skrítinn karl. Reyndir fjárfestar, eins og Warren Buffet, sem hafa þekkt karlinn frá ómunatíð hafa oft bent þeim sem skemmri kynni hafa haft af karlinum að hann sé ólíkindatól. Eins sjarmerandi og skemmtilegur hann getur verið einn daginn, þá getur hann lagst fyrirvaralaust í bælið, breitt upp fyrir haus og séð ekkert framundan nema svartnættið eitt. Kvíðinn fyrir framtíðinni tekur yfir taumlausa gleði síðustu vikna. Karlinn er vart mönnum sinnandi og túlkar allt sem sagt er við hann á versta veg. Nei, það er ekki gaman að eiga við hann í þessum ham.Mislyndi á markaði Hér á landi voru menn næstum búnir að gleyma þessari hlið á karlinum. Hann lagðist síðast í þunglyndi árið 2000 en fór að hressast 2001. Síðan þá hefur hann verið kátur og hress. Allt hefur gengið vel og ekki laust við að svolítils oflátungsháttar væri farið að gæta í fari hans. Hann hefur býsna sterka nærveru blessaður og auðvelt að smitast af kæti hans og bjartsýni. Hann getur líka verið verulega sannfærandi í svartsýnisköstunum og fyllt samferðamenn sína ótta um að allt sé á sandi byggt og fátt sé til bjargar. Hann á það líka til að sveiflast miilli bjartsýni og svartsýni innan sama dags. Svoleiðis lætur hann oft eftir svartsýnisköstin og þá er erfitt að átta sig á því hvort hann muni leggjast í þunglyndi eða taka gleði sína á ný. Hann er í svoleiðis skapi þessa dagana. Hann hefur í heildina tekið verið bjartsýnn síðustu þrjá daga, en tíu daga þar á undan var skelfilegt að vera í návistum við hann. Hann hafði allt á hornum sér. Kannski var þetta magakveisa. Hann hafði farið dálítið geyst og þegar hann hafði gleypt á skömmum tíma allt nýtt hlutafé frá KB banka, alls yfir 90 milljarða króna eða um ellefu prósent af landsframleiðslunni, seig á ógæfuhliðina. Framundan var veisla með meira framboði og óróleikinn í iðrunum breyttist smám saman í kvíðahnút sem yfirtók taugakerfið á skömmum tíma. Síðustu daga hefur ástandið verið ágætt. Þeir sem þekkja hann vita að í þessu ástandi er hann til alls vís. Margt bendir til þess að hann jafni sig á þessu hægt og bítandi, en ástand hans er fráleitt stöðugt. Hann er sennilega ekki í mikilli hættu, en ætti að fara sér hægt og gæta sín á að láta ekki oflátungsháttinn ná tökum á sér á ný. Sígandi lukka er best.Magasýrur og hjartalyf Þeir sem finna hvað mest fyrir stemningu á markaðnum eru miðlarar bankanna sem sjá um kaup hlutabréfa fyrir viðskiptavini. Þetta eru mennirnir, gjarnan miðaldra sem öskra "kaupa! selja!" í bandarískum bíómyndum og sjást síðan taka magatöflur og hjartalyf inni á klósetti. Skjóta jafnvel á sig einum viskísopa til að róa taugarnar. Miðlarar íslensku bankanna falla ekki að þessari ímynd, en flestir viðurkenna að álagið hafi verið talsvert að undanförnu. Verst var ástandið á miðvikudaginn þegar vísitalan féll um morguninn ellefta daginn í röð. Enginn vissi hvar þessi samfellda lækkun ætlaði að enda. Um hádegið fór að rofa til og dagurinn endaði með hækkun hlutabréfa. Loksins! Miðlarar bankanna segja að sveiflur innan dagsins hafi verið áberandi og markaðurinn gjarnan lækkað mikið fyrri part dagsins en jafnað sig þegar líða tók á daginn. Flestir eru sammála um að hlutafjárútboð KB banka og boðuð hlutafjárútboð fleiri fyrirtækja hafi hrint lækkununum af stað. Margir smærri og meðalstórir fjárfestar hafi fylgst með markaðnum að undanförnu og ákveðið með sjálfum sér að þeir myndu innleysa góðan hagnað þegar fyrstu teikn væru um lækkun. Stærri fjárfestar voru nýbúnir að hlaða sig með kaupum í útboði KB banka og ekki í sérstökum kaupham. Skriðan fór af stað. Fjárfestar hringdu inn og í stað þess að biðja um að bréf væru seld á ákveðnu gengi voru skilaboðin til miðlara að selja og láta svo vita á hvaða gengi menn hefðu losnað við bréf sín. Álagið var sumstaðar svo mikið að sölubeiðnir viðskiptavina voru sendar beint inn í bakvinnslu og afgreiddar þar.Fallandi hnífur Hlutabréfaeign einstaklinga er gjarnan í sjóðum, enda fæst með því skynsamleg áhættudreifing. Fólk vildi selja sig út úr sjóðunum. Sjóðirnir fjárfesta í fyrirtækjum eftir vægi þeirra í vísitölunni og við sölu sjóðanna lækkuðu nokkur fyrirtæki niður fyrir gengi sem greiningardeildir meta fyrirtækin á. Þetta átti sérstaklega við um KB banka vegna vægis hans í vísitölunni. Bankinn vegur tæpan þriðjung úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Gengi KB banka fór lægst í 399 krónur á hlut, en skömmu áður höfðu fagfjárfestar fengið minna en þeir vildu í útboði þar sem verðið var 480 krónur á hlut. Lýsingin á markaðnum þessa daga var "fallandi hnífur". Enginn treystir sér til að reyna að grípa hann í fallinu og allir bíða þess að hann lendi. Þá stökkva menn til, grípa hann og hefja á loft. Hann lenti eftir hádegi á miðvikudag. Þegar rætt er við miðlara og spákaupmenn nú í vikulok má greina að tíminn var erfiður, þó reynt sé að bera sig vel. Almenn skoðun er sú að smærri fjárfestar hafi verið að stökkva af lestinni. Engir stórir aðilar eða reyndir fjárfestar hafi hikað þessa daga. Leiðréttingin hafi hins vegar verið holl lexía. Hættan eftir miklar hækkanir er að viðhorfið til hlutabréfa verði rangt. Menn sjái þau sem skammtímafjárfestingu sem gefi margfalda og stöðuga ávöxtun, langt umfram það sem aðrir fjárfestingarkostir bjóða upp á. Staðreyndin sú að hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting. Þau hafa vissulega gefið mun betri ávöxtun en aðrar fjárfestingar til lengri tíma litið. Áhættan af sveiflum er veruleg og niðursveiflan nú sýnir mönnum ótvírætt að það er allt eins hægt að tapa verulega á fjárfestingum í hlutabréfum eins og að græða á þeim. Þörf áminning, segja fjárfestar.Bolar og birnir Sveiflur í hlutabréfaviðskiptum innan viðskiptadaga benda til mikilla skoðanaskipta á markaði. Bolarnir, hinir bjartsýnu, takast á við birnina, hina svartsýnu. Meðal sérfræðinga úti á markaði eru líka skiptar skoðanir eftir því við hvern enda borðsins er setið. Sérfræðingar greiningardeildanna eru nokkuð drjúgir með sig. Þeir hafa bent á að markaðurinn væri verðlagður yfir hefðbundnum mælikvörðum á virði fyrirtækja. Eftir lækkunina eru gildin nær því sem slíkar greiningar segja til um. Einnig er á það bent að mikill gengishagnaður af eign fyrirtækja hverju í öðru ýki sveiflur og með lækkun markaðar geti svimandi hagnaður breyst í mikið tap. Þeir svartsýnustu telja að markaðurinn þurfi enn að lækka til þess að vera á sambærilegu róli við markaði í nágrannalöndum okkar. Á móti er bent á að hagvöxtur hér á landi sé fyrirsjáanlega mun meiri en í nágrannalöndunum. Vöxtur fyrirtækja hér á landi sé knúinn áfram af útrás fyrirtækja. Framleiðslufyrirtæki eins og Actavis, Bakkavör, Marel og Össur vaxi áfram á erlendum mörkuðum og búast megi við því að þau muni halda áfram að dafna á næstu árum. Þá sé bankakerfið í útrás og fleiri fyrirtæki sæki fram. Úrás og kraftur einkenni viðskiptalífið og heppnist það sem er á döfinni muni það skila sér inn í hagkerfið þegar stórframkvæmdum sem næra hagvöxtinn næstu ár lýkur. Miðlarar og spákaupmenn telja margir að markaðurinn hafi verið talaður niður með þeim einum rökum að eftir miklar hækkanir hljóti að koma lækkun. Búast má við að ólík sjónarmið muni lita markaðinn á næstunni og sveiflur geti orðið töluverðar. Einnig má búast við að félög hækki vegna raunverulegra frétta fremur en væntinga og orðróms eins og verið hefur. Tíminn einn mun leiða í ljós hverjir hafa rétt fyrir sér um hvert íslenskur hlutabréfamarkaður stefni.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar