Óvirk og máttlaus gagnrýni Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 8. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun