Er Íslensk menning líflaus? 22. október 2004 00:01 Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun