Fortíðarþrá skáldskaparins Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. október 2004 00:01 Þegar natúralistarnir stilltu raunsæisbókmenntum upp gegn rómantíkinni gerðu þeir þá kröfu að bókmenntir hefðu beinan félagslegan tilgang og að skáldin ættu að vera einhvers konar læknar samfélagsins. Franski rithöfundurinn Emile Zola vildi að skáldin ynnu eins og náttúruvísindamenn, gerðu tilraunir með sýni úr mannlífinu og finndu orsakasamhengi. Höfundar áttu að sundurgreina mannlegar tilfinningar og eiginleika líkt og efnafræðingar á rannsóknarstofu.Raunsæishöfundar töldu af og frá að skáldlegir draumar og hugarflug væru leiðir að leyndardómsfullum sannindum og töldu nær að fólk horfðist óhikað í augu við ófegraðan veruleikan. Í stað dýrkunnar hins fjarlæga í tíma og rúmi lögðu raunsæishöfundar áhersluna á samtíð sína og með þessari félagslegu sýn hvarf einstaklingshyggja rómantíkurinnar. Nú skyldi samfélagið krufið og tekið á meinsemdum þess.Aftur til fortíðar, út í geim Ég er satt best að segja hálf gáttaður á því að rómantískur sveimhugi eins og ég skuli taka upp á því að dusta rykið af þessum gömlu kröfum og gera þá kröfu til íslenskra bókmennta að þær sjúkdómsgreini samfélagið. Nútíminn virðist samt einhverra hluta vegna vera orðinn svo skelfilegur eða óspennandi að ríkrar tilhneigingar gætir í öllum listgreinum að snúa baki við honum og helst láta eins og hann sé ekki til. Margir helstu rithöfundar okkar hafa komið sér notalega fyrir í fortíðinni; Ólafur Gunnarsson gerði aftöku Jóns Arasonar góð skil í Öxinni og jörðinni í fyrra, Einar Kárason fann sig vel á Sturlungaöld í Óvinafagnaði árið 2001 en sneri aftur til okkar tíma í Stormi í fyrra og Einar Már Guðmundsson hefur að mestu haldið sig á fyrri hluta 20. aldar undanfarin ár.Andri Snær Magnason og Hallgrímur Helgason hafa stigið skrefi lengra og leitað á náðir fantasíu og vísindaskáldskapar. Andri Snær hefur að vísu deilt á samtímamein í Bláa hnettinum og LoveStar og himintunglaópera Hallgríms Helgasonar, Herra Alheimur, bauð upp á ýmsar túlkanir. Á meðan þessir heiðursmenn hafa verið skýjum ofar, aftur í öldum eða í myrkri framtíð hefur Vigdís Grímsdóttir svo verið á óræðu og draumkenndu róli á Suður-Amerískum slóðum.Skrifandi læknar gegn samfélagsmeinum Allt er þetta gott og blessað og vissulega hljótum við alltaf að spegla samtíma okkar að einhverju leyti í skáldverkum hvar svo sem atburðarásin á sér stað. Það stingur samt í augu að rithöfundar virðast forðast það að staðsetja sig í þessum samtíma en það má vel færa fyrir því rök að þörfin fyrir að samtími okkar verði krufinn inn að beini hafi sjaldan verið meiri. Hún er í það minnsta ekki minni en þegar natúralistarnir risu upp gegn rómantíkinni. Við lifum á tímum þar sem peningadýrkun er orðin að merkingarmiðju og menn eru ekki lengur metnir eftir mannkostum heldur því hversu stjarnfræðilegum upphæðum þeir velta og hversu mörg fyrirtæki þeir kaupa á viku. Mannjöfnuðir ganga út á það hver eigi stærsta fyrirtækið og flest hlutabréf. Æska landsins situr fyrir framan tölvur og safnar spiki og lætur sig dreyma um að eignast allt sem hugurinn girnist. Það er að vísu bara merkjavara og alls konar dót enn þá. Fyrirtækin og hlutabréfin koma inn á óskalistana síðar.Óskrifaðar sögur úr samtímanum Það er því ýmislegt að og af nógu að taka fyrir skáld sem vilja reyna að vekja lesendur sína og hafa áhrif á framvindu sögunnar og þetta eru óneitanlega spennandi tímar. Viðskiptalífið og pólitíkin eru svo reyfarakennd að í hverjum fréttatíma leynast örugglega hugmyndir að nokkrum krassandi skáldsögum. Það segir sína sögu að fyrir nokkrum árum þótti það nánast vonlaust að finna glæpasögum stað í íslenskum veruleika en nú finna engir rithöfundar sig betur í samtímanum en reyfarahöfundarnir. Það er hins vegar af nógu að taka fyrir hina og það leynast ábyggilega nokkrar stórar, óskrifaðar skáldsögur í íslenskum samtíma.Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar natúralistarnir stilltu raunsæisbókmenntum upp gegn rómantíkinni gerðu þeir þá kröfu að bókmenntir hefðu beinan félagslegan tilgang og að skáldin ættu að vera einhvers konar læknar samfélagsins. Franski rithöfundurinn Emile Zola vildi að skáldin ynnu eins og náttúruvísindamenn, gerðu tilraunir með sýni úr mannlífinu og finndu orsakasamhengi. Höfundar áttu að sundurgreina mannlegar tilfinningar og eiginleika líkt og efnafræðingar á rannsóknarstofu.Raunsæishöfundar töldu af og frá að skáldlegir draumar og hugarflug væru leiðir að leyndardómsfullum sannindum og töldu nær að fólk horfðist óhikað í augu við ófegraðan veruleikan. Í stað dýrkunnar hins fjarlæga í tíma og rúmi lögðu raunsæishöfundar áhersluna á samtíð sína og með þessari félagslegu sýn hvarf einstaklingshyggja rómantíkurinnar. Nú skyldi samfélagið krufið og tekið á meinsemdum þess.Aftur til fortíðar, út í geim Ég er satt best að segja hálf gáttaður á því að rómantískur sveimhugi eins og ég skuli taka upp á því að dusta rykið af þessum gömlu kröfum og gera þá kröfu til íslenskra bókmennta að þær sjúkdómsgreini samfélagið. Nútíminn virðist samt einhverra hluta vegna vera orðinn svo skelfilegur eða óspennandi að ríkrar tilhneigingar gætir í öllum listgreinum að snúa baki við honum og helst láta eins og hann sé ekki til. Margir helstu rithöfundar okkar hafa komið sér notalega fyrir í fortíðinni; Ólafur Gunnarsson gerði aftöku Jóns Arasonar góð skil í Öxinni og jörðinni í fyrra, Einar Kárason fann sig vel á Sturlungaöld í Óvinafagnaði árið 2001 en sneri aftur til okkar tíma í Stormi í fyrra og Einar Már Guðmundsson hefur að mestu haldið sig á fyrri hluta 20. aldar undanfarin ár.Andri Snær Magnason og Hallgrímur Helgason hafa stigið skrefi lengra og leitað á náðir fantasíu og vísindaskáldskapar. Andri Snær hefur að vísu deilt á samtímamein í Bláa hnettinum og LoveStar og himintunglaópera Hallgríms Helgasonar, Herra Alheimur, bauð upp á ýmsar túlkanir. Á meðan þessir heiðursmenn hafa verið skýjum ofar, aftur í öldum eða í myrkri framtíð hefur Vigdís Grímsdóttir svo verið á óræðu og draumkenndu róli á Suður-Amerískum slóðum.Skrifandi læknar gegn samfélagsmeinum Allt er þetta gott og blessað og vissulega hljótum við alltaf að spegla samtíma okkar að einhverju leyti í skáldverkum hvar svo sem atburðarásin á sér stað. Það stingur samt í augu að rithöfundar virðast forðast það að staðsetja sig í þessum samtíma en það má vel færa fyrir því rök að þörfin fyrir að samtími okkar verði krufinn inn að beini hafi sjaldan verið meiri. Hún er í það minnsta ekki minni en þegar natúralistarnir risu upp gegn rómantíkinni. Við lifum á tímum þar sem peningadýrkun er orðin að merkingarmiðju og menn eru ekki lengur metnir eftir mannkostum heldur því hversu stjarnfræðilegum upphæðum þeir velta og hversu mörg fyrirtæki þeir kaupa á viku. Mannjöfnuðir ganga út á það hver eigi stærsta fyrirtækið og flest hlutabréf. Æska landsins situr fyrir framan tölvur og safnar spiki og lætur sig dreyma um að eignast allt sem hugurinn girnist. Það er að vísu bara merkjavara og alls konar dót enn þá. Fyrirtækin og hlutabréfin koma inn á óskalistana síðar.Óskrifaðar sögur úr samtímanum Það er því ýmislegt að og af nógu að taka fyrir skáld sem vilja reyna að vekja lesendur sína og hafa áhrif á framvindu sögunnar og þetta eru óneitanlega spennandi tímar. Viðskiptalífið og pólitíkin eru svo reyfarakennd að í hverjum fréttatíma leynast örugglega hugmyndir að nokkrum krassandi skáldsögum. Það segir sína sögu að fyrir nokkrum árum þótti það nánast vonlaust að finna glæpasögum stað í íslenskum veruleika en nú finna engir rithöfundar sig betur í samtímanum en reyfarahöfundarnir. Það er hins vegar af nógu að taka fyrir hina og það leynast ábyggilega nokkrar stórar, óskrifaðar skáldsögur í íslenskum samtíma.Þórarinn Þórarinsson - thorarinn@frettabladid.is
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun