Á að leyfa eða banna? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2004 00:01 Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar