Á að leyfa eða banna? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2004 00:01 Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun