Góður í íslenskur Smári Jósepsson skrifar 5. júlí 2004 00:01 Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en ég byrjaði að vinna hjá Fréttablaðinu var ég orðinn mjög heyrnarlaus gagnvart íslensku, hvort sem það var í töluðu eða rituðu máli. Það breyttist þó fljótlega við nýja starfið og hefur verið ofarlega í huganum allar götur síðan. Það sem mér blöskraði mest yfir var hversu margar slettur ég var farinn að nota. Og ég þurfti oftar en ekki að rembast við að þýða af ensku yfir á íslensku, ef til vandræða kom með eitthvað orð. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég lagði hlustir við viðtal þar sem þekkt íslensk rokkhljómsveit var á ferð. Í viðtalinu greindi hljómsveitin frá því að hún hefði neyðst til að "cancella" tónleikum. Man enn þann dag í dag hversu mikið þetta skar í eyrun. Mér ofbauð yfir uppátækinu en átti eftir að standa sjálfan mig af þessu þótt síðar yrði. En það ætti sennilega ekki að koma manni á óvart að íslenskukunnáttu manns hafi hrakað með jöfnu millibili. Slettur, sem áður þóttu hallærislegar, eru orðnar fólki eðlilegar í dag. "Kemur til með að" er mjög gott dæmi. Velti þessum hlutum fyrir mér með góðum félaga um daginn. Honum hitnaði í hamsi yfir stöðunni, enda íslenskumaður mikill og greinilega ekki á eitt sáttur um framvindu mála. "Það eru blessuðu amerísku áhrifin sem hafa þessi áhrif, hvort sem það er í gegnum tónlist eða bíómyndir. Svo gerum við grín að þjóðverjum og ítölum hversu lélegir í ensku þeir eru, talsetja allt erlent myndefni og innlend tónlist er í hávegum höfð á lagalistum útvarpsstöðvanna. Eru þeir bjánar eða við?". Nokkuð góður punktur. Erum við betur sett með að leyfa amerískum áhrifum að ná rótfestu hér eða gætum við gert betur í að vera við sjálf?
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar