Launamunur kynjanna 2. júlí 2004 00:01 SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar