Launamunur kynjanna 2. júlí 2004 00:01 SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun