Nýtt stríð í undirbúningi? 23. júní 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið?
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun