Viðskipti

Topparnir hjá hinu opin­bera

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. 

Viðskipti innlent

Verð­lag á mat­vöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars

Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur

Sér ekki vaxta­lækkun í kortunum fyrr en í nóvember

Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember.

Viðskipti innlent

Ritúalið verður að Skjóli

Stækkuð sauna er meðal þess sem verður hluti að upplifuninni Skjól í baðlóninu Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi. Upplifunin verður afhjúpuð á næstu dögum en samkvæmt tilkynningu er um að ræða dýpkun á því sem hingað til hefur verið kallað sjö skrefa Ritúal og notið hefur mikilla vinsælda gesta lónsins.

Viðskipti innlent

Spá á­fram­haldandi ó­breyttum stýrivöxtum í næstu viku

Landsbankinn spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum þegar nefndin kemur saman í næstu viku. Í frétt á vef bankans segir að verðbólga hafi aukist umfram væntingar í júlí. Þó hún hafi verið almennt á niðurleið undanfarið hafi hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til.

Viðskipti innlent

Temu kaupin getu hæg­lega orðið að fíkn

Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum.

Neytendur

Sprenging í sölu á sér­smíðuðum saunaklefum

Saunaklefar spretta nú upp við íslensk heimili eins og gorkúlur og njóta sérsmíðaðir klefar mikilla vinsælda. Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is hefur varla undan að afgreiða heilsuþyrsta Íslendinga sem vilja hanna saunaklefann eftir eigin höfði.

Samstarf