Viðskipti erlent

Danskar ferðaskrifstofur með buxurnar á hælunum

Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið.

Viðskipti erlent

Evran

Evran er opinber gjaldmiðill sextán af 27 löndum Evrópusambandsins. Evran er einnig notuð í fimm löndum annaðhvort með eða án sérstakrar heimildar Evrópusambandsins. Þau eru San Marínó, Andorra, Vatikanið, Svartfjallaland, Kósovó og Mónakó.

Viðskipti erlent

Hraðmeðferð fyrir Ísland inn í ESB veldur vandræðum

Fari svo að Ísland fái hraðmeðferð inn í ESB gæti það valdið sambandinu vandræðum hvað varðar samskiptin við þjóðir í suðurausturhluta Evrópu og Tyrkland. Þessar þjóðir standa framar í biðröðinni en Íslendingar og raunar hefur umsóknin frá Tyrklandi legið fyrir síðan 2005.

Viðskipti erlent

VW kaupir Porche

Eigendur Porche SE fyrirtækið munu gefa út viljayfirlýsingu á fimmtudaginn þess efnis að Volkswagen kaupi sportbílaframleiðslu þeirra á 8 milljarða evra, eftir því sem Der Spiegel greindi frá í gær.

Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn óttast atvinnuleysi

Atvinnuleysi er komið yfir 10% í fimmtán ríkjum Bandaríkjanna. Associated Press fréttastofan segir að atvinnuleysi eigi eftir að aukast í fleiri ríkjum og um sé að ræða eina mestu ógn við efnahagslegan bata.

Viðskipti erlent

Tveir turnar standa eftir kreppuna

Eftir eina verstu fjármálakreppu sem skekið hefur heiminn frá því í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar er allt útlit fyrir að tveir turnar standi eftir í bandarísku bankakerfi. Umræddir bankar eru JPMorgan Chase og Goldman Sachs.

Viðskipti erlent

Kalifornía gæti fengið milljarða tekjur af kannabis

Tillaga um að lögleiða kannabis hefur legið frammi á ríkisþingi Kaliforníu í nokkra mánuði. Nú hafa útreikningar frá skattyfirvöldum ríkisins sýnt að tómir sjóðir Kaliforníu gætu fengið 1,4 milljarða dollara eða tæplega 180 milljarða kr. ef af lögleiðingunni verður.

Viðskipti erlent

Dr. Doom: Það versta er að baki í kreppunni

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni,“ segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi.“

Viðskipti erlent

Mikill hagnaður hjá JP Morgan

Næst stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase & Co., skilaði 2,7 milljarða dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi, Niðurstöðurnar koma hæfustu greinendum á fjármálamarkaði algjörlega í opna skjöldu þar sem hagnaðurinn er mun meiri en þeir höfðu áætlað.

Viðskipti erlent

Hagtölur frá Kína valda mikilli hækkun á álverði

Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%.

Viðskipti erlent

Enn eru háar bónusgreiðslur við lýði

Starfsmenn fjárfestingabankans Goldman Sachs eiga von á því að fá að meðaltali um 770 þúsund bandaríkjadala bónusgreiðslur, jafnvirði um 98 milljónum króna, á árinu í kjölfar góðrar afkomu bankans á fyrri helmingi ársins. Hagnaður bankans nam 3,4 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi og kom sú niðurstaða mjög á óvart beggja vegna Atlantshafsins. Times online greinir frá þessu.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst á Bretlandi

Atvinnuleysi fer vaxandi á Bretlandi. Á undanförnum þremur mánuðum hafa 281 þúsund manns orðið atvinnulausir sem er mesta aukning atvinnuleysis á einum ársfjórðungi í sögu Bretlands. Atvinnuleysi mælist nú 7,6% sem er meira en spár höfðu gert ráð fyrir og það versta síðan í janúar 1997, síðan Verkamannaflokkurinn tók við völdum. Sky fréttaveitan greinir frá þessu í dag.

Viðskipti erlent

Boeing boða 1.000 uppsagnir

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar þurfa að segja upp 1.000 starfsmönnum í vopnaframleiðsuhluta fyrirtækisins eftir að bandaríska varnarmálaráðuneytið skar niður styrki til verksmiðjanna.

Viðskipti erlent

Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi

Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig.

Viðskipti erlent

Frístundahús í Danmörku hækka í verði

Mikill munur er á verðþróun íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis í Danmörku ef marka má frétt danska ríkisútvarpsins, DR. Á síðasta ársfjórðungi hefur verð á sumarhúsum haldist óbreytt en það hefur fallið um fjögur prósent á síðasta ári. Á sama tímabili hefur sérbýli og lúxushúsnæði fallið í verði um 13% og íbúðarhúsnæði hefur fallið um 9%.

Viðskipti erlent

Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs

Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr.

Viðskipti erlent