Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan 25. september 2009 08:35 Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. Viðskiptablaðið Börsen birtir úttekt á málinu í dag. Þar kemur fram að saksóknarinn sem stjórnar sérdeild innan dönsku efnahagsbrotalögreglunnar (Særlig Ökonomisk Kriminalitet eða SÖK) hafi fundað um málið með nokkrum skiptastjórum í gærdag. Skiptastjórarnir eiga það sameiginlegt að þeir eru að reyna að innheimta kröfur í þrotabú dönsku „gulldrengjanna" svokölluðu sem tókst að blása út bókhöld sín upp í milljarðaklassan á síðustu árum í fasteignum, hlutabréfum og verðbréfum. Að sögn Börsen eru skiptastjórarnir nú reiðubúnir að láta nokkurn fjölda mála í hendur SÖK. Þeir hafa hinsvegar áhyggjur af getu SÖK til að rannsaka málin. „Lögreglan getur ekki að því gert að hafa ekki þau tæki og tól sem þarf," segir einn skiptastjórana sem sat fundinn. „Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða skattayfirvöld sem eiga að grípa inn í veit ég ekki. En það verður að gera eitthvað." Meðal þeirra „gulldrengja" sem SÖK fær væntanlega til rannsóknar eru Stones Invest þrotabú Steen Gudes, þrotabú fasteignabraskarana Jesper Koch Andersen og Joacim Bruus-Jensen og þrotabú verðbréfasalans René Müller. Málefni Stones Invest voru nokkuð í umræðunni hér á landi í september s.l. þegar Landic Property setti fram kröfu um gjaldþrot félagsins. Þessu svaraði Steen Gude, eigandi Stones Invest með því að stefna Landic fyrir fógetaréttinn í Kaupmannahöfn. Gjaldþrotabeiðni Landic byggði á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir dkr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic taldi að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic. Nokkrum dögum eftir að greint var frá þessu var Stones Invest formlega tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. Viðskiptablaðið Börsen birtir úttekt á málinu í dag. Þar kemur fram að saksóknarinn sem stjórnar sérdeild innan dönsku efnahagsbrotalögreglunnar (Særlig Ökonomisk Kriminalitet eða SÖK) hafi fundað um málið með nokkrum skiptastjórum í gærdag. Skiptastjórarnir eiga það sameiginlegt að þeir eru að reyna að innheimta kröfur í þrotabú dönsku „gulldrengjanna" svokölluðu sem tókst að blása út bókhöld sín upp í milljarðaklassan á síðustu árum í fasteignum, hlutabréfum og verðbréfum. Að sögn Börsen eru skiptastjórarnir nú reiðubúnir að láta nokkurn fjölda mála í hendur SÖK. Þeir hafa hinsvegar áhyggjur af getu SÖK til að rannsaka málin. „Lögreglan getur ekki að því gert að hafa ekki þau tæki og tól sem þarf," segir einn skiptastjórana sem sat fundinn. „Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða skattayfirvöld sem eiga að grípa inn í veit ég ekki. En það verður að gera eitthvað." Meðal þeirra „gulldrengja" sem SÖK fær væntanlega til rannsóknar eru Stones Invest þrotabú Steen Gudes, þrotabú fasteignabraskarana Jesper Koch Andersen og Joacim Bruus-Jensen og þrotabú verðbréfasalans René Müller. Málefni Stones Invest voru nokkuð í umræðunni hér á landi í september s.l. þegar Landic Property setti fram kröfu um gjaldþrot félagsins. Þessu svaraði Steen Gude, eigandi Stones Invest með því að stefna Landic fyrir fógetaréttinn í Kaupmannahöfn. Gjaldþrotabeiðni Landic byggði á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir dkr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic taldi að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic. Nokkrum dögum eftir að greint var frá þessu var Stones Invest formlega tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira