Viðskipti erlent

AGS býst við hraðari bata í alþjóða hagkerfinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiðtogar 20 helstu iðnríkja funduðu í gær. Mynd/ AFP.
Leiðtogar 20 helstu iðnríkja funduðu í gær. Mynd/ AFP.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að efnahagsbatinn í alþjóðahagkerfinu verði hraðari en áður var búist við.

Í spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir að samdráttur í alþjóðahagkerfinu yrði 1,4% á árinu 2009 og 2,5% hagvöxtur yrði síðan árið 2010.

Á fundi 20 stærstu iðnríkja heims í Pittsburgh í gær kom hins vegar fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að hagvöxtur verði 3,0% á árinu 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×