Viðskipti erlent

Fjórir af hverjum tíu auðmönnum hagnast í kreppunni

Samkvæmt nýrri könnunun hafa fjórir af hverjum tíu auðmönnum í heiminum hagnast á kreppunni undanfarið ár. Svo virðist sem útlitið sé bjart hjá þessum hluta heimsbúa því átta af hverjum tíu auðmanna búast við að hagnast á næsta ári.

Könnun þessi var gerð í sameiningu af ráðgjafafyrirtækinu Scorpio Partnership og Standard Chartered Private Bank og náði til 1.500 manns sem eiga meira en tvær milljónir dollara í persónulegum auðæfum.

Fram kemur í könnuninni að fjórðungur af þessum hópi segir að hann hafi komið á pari út úr kreppunni sem þýðir að aðeins þriðjungur þeirra hefur tapað fjármunum á síðustu 12 mánuðum.

Hvað framtíðina varðar er mest bjartsýni á hagnað meðal auðmanna í Asíu og mið og austur Evrópu. Um 84% þeirra reikna með að auðæfi þeirri aukist á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×