Viðskipti erlent

Kassinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks í Danmörku

Vegna þeirrar bylgju gjaldþrota sem dunið hefur yfir Danmörku á þessu ári sökum fjármálakreppunnar er kassinn orðinn tómur hjá Ábyrgðarsjóði launafólks (Lönmodtagernes Garantifond) í landinu. Þarf sjóðurinn því á lánum að halda í fyrsta sinn síðan hann var stofnaður árið 1972.

Viðskipti erlent

Helmingur áhugasamra á kaupum Ratiopharm dettur út

Samkvæmt frétt á Reuters er talið að allt að helmingur þeirra 10 aðila sem áhuga höfðu á að bjóða í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm muni detta úr hópnum fyrir 3. desember n.k. Reuters hefur áður sagt að Actavis sé meðal líklegra kaupenda.

Viðskipti erlent

Ósvífinn klámormur herjar á Facebook notendur

Fjöldi af Facebook notendum hafa orðið fyrir barðinu á því sem Jyllands Posten kallar ósvífinn klámorm. Ormurinn virkjast á Facebook síðum með því að notendur þeirra smella á mynd af vægast sagt léttklæddum kvennmanni sem þeim berst í pósti á vefsíðunni.

Viðskipti erlent

E24.se: Persson í vafasömum félagsskap Björgólfs Thors

Göran Persson fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verður stjórnarformaður félagsins Scandinavian Biogas og segir vefsíðan E24.se að þar sé Persson kominn í vafasamann félagskap fjármálamanna sem hafi slæmt orð á sér. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Björgólfur Thor Björgólfsson en félag hans, Novator, er stærsti eigandi Scandinavian Biogas með 24% hlut.

Viðskipti erlent

Budget Travel lokar á Írlandi

Primera Travel Group tók ákvörðun í dag um að loka Budget Travel á Írlandi, sem fyrirtækið festi kaup á árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Andra M. Ingólfssyni, forstjóra Primera Travel group á Norðurlöndunum.

Viðskipti erlent

FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen

FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.

Viðskipti erlent

Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum

Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur.

Viðskipti erlent

Skuldir settar í sölu á netinu

Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að svo mikið er að hjá innheimtufyrirtækjum að nú er farið að setja skuldir einstaklinga til sölu á netinu. Eina áhættan sem fólgin er í þessu fyrirkomu lagi er að skuldararnir sjálfir geta keypt skuldir sínar á útsöluverði.

Viðskipti erlent

Samið um skuldir West Ham, Straumur leggur til milljarð

CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham.

Viðskipti erlent

Royal Unibrew í slagsmálum við Heineken

Þannig hljómar fyrirsögn í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um ágreingin sem kominn er upp milli Royal Unibrew næststærstu burggverksmiðju Danmerkur og hollenska ölrisans Heineken. Royal Unibrew og Heineken eru samstarfsaðilar og framleiðir Royal Unibrew m.a. Heineken-öl í Danmörku samkvæmt leyfi frá Heineken.

Viðskipti erlent

Karlar ráða lögum og lofum í atvinnulífinu á Norðurlöndum

Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.

Viðskipti erlent