Viðskipti erlent

Hagvöxtur á ný í Bretlandi

Óli Tynes skrifar
Gleðst nú Gordon.
Gleðst nú Gordon.

Hagfræðingar spá því að tölur fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs, sem birtar verða í dag sýni hagvöxt í fyrsta skipti frá því samdráttarskeið hófst í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi tvöþúsund og átta.

Það samdráttarskeið varaði í sex ársfjórðunga í röð og er hið lengsta síðan skráning hófst árið 1955.

Bretland er hið síðasta G7 ríkjanna sem hefur sig upp úr lægðinni. Hagfræðingar spá því að tölurnar muni sýna hagvöxt upp á 0,4 prósent í október til desember á síðasta ári sem er viðsnúningur frá 0.2 prósenta samdrætti í ársfjórðunginum þar á undan.

Hagfræðingar segja þó að björninn sé hvergi nærri unninn. Nú taki við nokkurra ára barátta við að rétta af gríðarlegan halla á ríkissjóði, að draga úr atvinnuleysi í einkageiranum og að auka kaupmátt.

Það er einnig bent á að bæði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Sameinuðu þjóðirnar hafi varað við möguleika á annarri niðursveiflu á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×