Viðskipti erlent

Goldman Sachs setur þak á bónusgreiðslur

Stjórn bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs hefur beygt sig fyrir pólitískum þrýstingi og ákveðið að setja þak á bónusgreiðslur til starfsmanna sinna í Bretlandi.

Samkvæmt frétt um málið á Telegraph segir að engar bónusgreiðslur til starfsmann verði hærri en ein milljón punda eða rúmlega 200 milljónir kr.

Reiknað er með að aðeins nokkur hundruð af 5.000 starfsmönnum Goldman Sachs í fjármálahverfi London nái upp í þakið á bónusgreiðslunum. Þær þykja nauðsynlegar af stjórn bankans til að koma í veg fyrir flótta hæfra starfsmanna.

Samkvæmt fréttinni vilja forráðmenn Goldman Sachs ekki tjá sig málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×