Norðmaður gerir stólpagrín að íslenskum bankamönnum 21. janúar 2010 10:51 Háð og spott skín í gegnum grein norska fjármálasérfræðingsins Pål Ringholm um íslenska bankamenn sem hann hitti á fundum fyrir fimm árum. Raunar gerir Ringholm stólpagrín að Íslendingunum sem þá stjórnuðu stóru bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni.Ringholm segir að hann telji nú óhætt að segja frá fundum sem hann og norskir félagar hans áttu í bönkunum þremur árið 2005 þar sem bankar þessir eru allir orðnir gjaldþrota fyrir þó nokkru síðan. Ástæða þess að Ringholm og félagar komu til Íslands var að íslenska útrásin var komin í gang og þeir vildu kynna þeim norska fjármálamarkaðinn. Greinin er á vefsíðunni e24.no.„Fyrsti bankinn sem við mættum í var af veraldarvana taginu. Ég fékk það á tilfinninguna að þeim fannst það svoldið krúttlegt að þessir Norðmenn skyldu ferðast yfir tvö tímabelti til að bjóða fram hugsanlega fjármálaþjónustu sína. Ég get ekki hallmælt þeim fyrir það. Þeir voru örugglega vanari bankamönnum frá London með verulega litríkari gögn en við höfðum upp á að bjóða," segir Ringholm.Hann lýkur svo umfjölluninni um þennan fyrsta fund á því að segja að þeir hafi reynt að greina frá norska skuldabréfamarkaðinum. Það hafi íslensku bankamönnunum fundist sætt. En hvað hafði land með aðeins rúmlega fjórar milljónir íbúa að bjóða þeim?Næsta dag segir Ringholm að þeir hafi farið á fund í banka númer tvö. Þar var sleginn huggulegur tónn með gáfuðu fólki en án mikillar reynslu. „Við spurðum afhverju bankarnir voru ekki með fleiri reynslubolta í mikilvægum stöðum hjá sér? Svarið kom um leið. Var það ekki af hinu góða að ungt fólk fengi starf í fjármálageiranum? Jú það var huggulegt svöruðum við. En bara ekki skynsamlegt. Þessu síðasta héldum við þó fyrir okkur."Ringholm segir að fundurinn í þriðja bankanum hafi aðeins reynt á þolrifin í félögum hans. „Við vildum ræða um vaxtamarkaðinn en fengum engan frið til þess. Það hafði gengið orðrómur í bankanum um að Norðmenn væru komnir í heimsókn. Þar af leiðandi var fundurinn ítrekað truflaður af ungum bankastjórum. Þeir höfðu allir það sama að segja. Var ekki eitthvað strax til sölu í Noregi? Þið skulið bara hringja. Við erum klárir í kaupin."Ringholm lýkur þessari fundaumfjöllun með því að segja að ekkert hafi orðið af vaxtaviðskiptum. Bæði þeir félagar og markaðurinn í Noregi hafði ekki áhuga á áhættunni sem var til staðar í íslenska bankageiranum. Sem betur fer. Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Háð og spott skín í gegnum grein norska fjármálasérfræðingsins Pål Ringholm um íslenska bankamenn sem hann hitti á fundum fyrir fimm árum. Raunar gerir Ringholm stólpagrín að Íslendingunum sem þá stjórnuðu stóru bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni.Ringholm segir að hann telji nú óhætt að segja frá fundum sem hann og norskir félagar hans áttu í bönkunum þremur árið 2005 þar sem bankar þessir eru allir orðnir gjaldþrota fyrir þó nokkru síðan. Ástæða þess að Ringholm og félagar komu til Íslands var að íslenska útrásin var komin í gang og þeir vildu kynna þeim norska fjármálamarkaðinn. Greinin er á vefsíðunni e24.no.„Fyrsti bankinn sem við mættum í var af veraldarvana taginu. Ég fékk það á tilfinninguna að þeim fannst það svoldið krúttlegt að þessir Norðmenn skyldu ferðast yfir tvö tímabelti til að bjóða fram hugsanlega fjármálaþjónustu sína. Ég get ekki hallmælt þeim fyrir það. Þeir voru örugglega vanari bankamönnum frá London með verulega litríkari gögn en við höfðum upp á að bjóða," segir Ringholm.Hann lýkur svo umfjölluninni um þennan fyrsta fund á því að segja að þeir hafi reynt að greina frá norska skuldabréfamarkaðinum. Það hafi íslensku bankamönnunum fundist sætt. En hvað hafði land með aðeins rúmlega fjórar milljónir íbúa að bjóða þeim?Næsta dag segir Ringholm að þeir hafi farið á fund í banka númer tvö. Þar var sleginn huggulegur tónn með gáfuðu fólki en án mikillar reynslu. „Við spurðum afhverju bankarnir voru ekki með fleiri reynslubolta í mikilvægum stöðum hjá sér? Svarið kom um leið. Var það ekki af hinu góða að ungt fólk fengi starf í fjármálageiranum? Jú það var huggulegt svöruðum við. En bara ekki skynsamlegt. Þessu síðasta héldum við þó fyrir okkur."Ringholm segir að fundurinn í þriðja bankanum hafi aðeins reynt á þolrifin í félögum hans. „Við vildum ræða um vaxtamarkaðinn en fengum engan frið til þess. Það hafði gengið orðrómur í bankanum um að Norðmenn væru komnir í heimsókn. Þar af leiðandi var fundurinn ítrekað truflaður af ungum bankastjórum. Þeir höfðu allir það sama að segja. Var ekki eitthvað strax til sölu í Noregi? Þið skulið bara hringja. Við erum klárir í kaupin."Ringholm lýkur þessari fundaumfjöllun með því að segja að ekkert hafi orðið af vaxtaviðskiptum. Bæði þeir félagar og markaðurinn í Noregi hafði ekki áhuga á áhættunni sem var til staðar í íslenska bankageiranum. Sem betur fer.
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira