Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig

Kína er að vaxa hratt "að innan“ sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum.

Viðskipti erlent

Topparnir yfirgefa efnahagsbrotadeild

Phillippa Williamson, framkvæmdastjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) hefur sagt upp störfum óvænt. Einungis nokkrir dagar eru þangað til að forstjóri stofnunarinnar hættir störfum. Williamson bar ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, en Richard Alderman forstjóri bar ábyrgð á stefnumótun.

Viðskipti erlent

Apple og Greenpeace í hár saman

Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna.

Viðskipti erlent

Skuldatryggingaálag Spánar tvöfalt hærra en Íslands

Töluverður skjálfti ríkir á fjármálamörkuðum í Evrópu þar sem að vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til tíu ára fóru yfir 6% markið í gær. Á sama tíma fór skuldatryggingaálag Spánar í 520 punkta og hefur ekki verið hærra í sögunni. Það er nú tvöfalt hærra en skuldatryggingaálag Íslands.

Viðskipti erlent

Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum

Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína.

Viðskipti erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna mun hagnast á björgunarlánum

Bandaríski seðlabankinn tilkynnti um það í dag, að útlit væri fyrir að bankinn myndi hagnast á fjárveitingum sem fóru til banka á Wall Street haustið 2008, þegar fjármálakerfið riðaði til falls. Þá munu öll lán, og jafnvel um tveir milljarðar dollara að auki, sem fóru til bílaframleiðenda og tryggingarfélaga skila sér til baka.

Viðskipti erlent

Apple berst við Flashback vírusinn

Tæknifyrirtækið Apple opinberaði nýja uppfærslu á forritinu Java í dag. Vonast er til að uppfærslan eigi eftir að koma í veg fyrir að Flashback trójuvírusinn smiti fleiri Mac tölvur. Um 600.000 tölvur urðu fyrir barðinu á vírusnum.

Viðskipti erlent