Viðskipti erlent

Evrópumarkaðir í mikilli uppsveiflu

Markaðir í Evrópu hafa verið í mikilli uppsveiflu frá því að þeir voru opnaðir í morgun.

FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1,5%, Dax vísitalan í Frankfurt um 2,6% og Cac 40 vísitalan í París hefur hækkað um 2,7%. Mesta hækkunin er þó í kauphöllum Spánar og Ítalíu þar sem vísitölur hafa hækkað um rúm 3%.

Ástæðan fyrir þessum hækkunum er samkomulag á leiðtogafundi ESB um að lána megi bönkum beint úr sérstökum neyðarsjóði sambandsins án þess að slík lán hafi áhrif á ríkisfjármál viðkomandi ríkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×